Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 8

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 8
SVEITARSTJÓRNARMÁL Tjón á veitumannvirkjum gera ekki boð á undan sér 8 Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun í eigu ríkisins, sem hefur það hlutverk að vátryggja mikilvæg verðmæti fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara. Það eru ekki mörg lönd sem búa við svo fjölbreytta áhættu náttúruhamfara eins og Ísland. Því þótti ástæða til að leiða í lög skyldutryggingu á öllum húseignum á landinu og helstu innviðum í eigu opinberra aðila. Einnig er skylt að vátryggja brunatryggt lausafé gegn náttúruhamförum hjá NTÍ. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur starfað frá árinu 1975, en hét áður Viðlagatrygging Íslands. Vátryggingariðgjöld vegna húseigna og lausafjár eru greidd samhliða brunatryggingum hjá almennu vátryggingafélögunum sem annast innheimtu þeirra fyrir hönd NTÍ. Iðgjöld vegna helstu innviða í eigu opinberra aðila eru hins vegar greidd beint til NTÍ einu sinni á ári. Í lögum um NTÍ er m.a. kveðið á um að skylt sé að vátryggja hitaveitur, fráveitur, vatnsveitur og hafnir í eigu sveitarfélaga, en það er ábyrgð eigenda mannvirkjanna að upplýsa NTÍ um virði þeirra á hverjum tíma. Skortur á upplýsingum skaðar sveitarfélögin Eigendur veitukerfa bera ábyrgð á því að upplýsingum sé skilað til NTÍ og að rétt endurstofnverð sé skráð til að unnt sé að bæta það tjón sem hlotist getur af flóðum, skriðuföllum, jarðskjálftum og eldgosum. Þrátt fyrir árlegar áminningar frá NTÍ og ákvæði í lögum er nokkur misbrestur á því að sveitarfélög standi skil á upplýsingum um veitumannvirki til NTÍ. Þetta á bæði við um þegar viðbætur eru gerðar við veitukerfin, en einnig þegar heilu hverfin rísa innan sveitarfélaga. Vegna þessa hafa komið upp tjónatilvik þar sem veruleg verðmæti hafa fallið utan vátrygginga vegna skorts á upplýsingagjöf. Það er bagalegt fyrir eigendur veitumannvirkja að fá ekki viðeigandi tjónabætur fyrir veitumannvirki í kjölfar tjónsatburða vegna skorts á upplýsingagjöf um verðmæti sem skylt er skv. lögum að vátryggja hjá NTÍ. Fyrir fjórum árum síðan fóru fulltrúar NTÍ um landið og heimsóttu öll sveitarfélög á Íslandi í því skyni að upplýsa ábyrgðaraðila um mikilvægi reglulegrar upplýsingagjafar. Í kjölfarið var merkjanleg aukning á upplýsingagjöf frá sveitarfélögunum. Nú virðist hins vegar sem aftur hafi dregið úr upplýsingagjöf, þrátt fyrir talsverðar framkvæmdir í mörgum sveitarfélögum. Óverulegur kostnaður miðað við ávinning Árlegt iðgjald er 0,02% af vátryggingar- verðmæti mannvirkja, fyrir þá vernd sem NTÍ veitir sveitarfélögum vegna tjóna af völdum náttúruhamfara. Eigin áhætta er kr. 1.000.000 fyrir hvert mannvirki. Við greiningu NTÍ á upplýsingum sem berast frá sveitarfélögum vegna veitumannvirkja hefur komið í ljós að umtalsverður munur er á verðmæti veitukerfa, að teknu tilliti til ólíkra stærðar og staðhátta sveitarfélaga. Það gefur ástæðu til að ætla að úrbóta sé þörf á skráningu veitumannvirkja í tryggingu. Innan NTÍ er vilji og áhugi til að aðstoða sveitarfélög til úrbóta hvað þetta varðar, þannig að veitumannvirki séu réttilega vátryggð fyrir endurstofnvirði þeirra ef til tjónsatburða kemur. Forsvarsaðilar veitumannvirkja eru hvattir til að setja sig í samband við sviðsstjóra vátryggingasviðs NTÍ til að fá nánari upplýsingar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands Frá skrifstofu Náttúruhamfaratryggingar Íslands við Hlíðarsmára í Kópavogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.