Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 17
17 25 ÁR FRÁ YFIRFÆRSLU GRUNNSKÓLANS Að sameina frístundaheimili og félagsmiðstöð undir sama hatt er ekki auðvelt verk. Frístundamiðstöðin Bungubrekka opnaði fyrri hluta árs 2018 og fóru fyrstu tvö skólaárin að miklu leyti í það að koma jafnvægi á starfið og finna farveg fyrir þessa sameiningu. Það má segja að síðasta skólaár, 2020-2021 hafi verið fyrsta árið þegar hægt var að taka alvöru skref í þróun á starfsemi Bungubrekku og frístundastarfi á vegum sveitarfélagsins. Þessi tiltekna þróun hefði líklega ekki verið jafn aðgengileg ef sveitarfélagið hefði ekki verið búið að setja upp frístundamiðstöðina og eru nokkrar lykilástæður fyrir því. Fyrsta ástæðan er sú að nýting fjárhags er mun betri þar sem mest af búnaði hússins nýtist bæði félagsmiðstöð og frístundaheimili. Önnur ástæða er sú að þekking starfsmanna og mannauður nýtist betur og eykur líkurnar á því að frístundastarf vaxi jafnt og þétt. Þriðja ástæðan og líklega sú mikilvægasta er sú að með því að styrkja og skapa betra starf í einni starfsemi er óhjákvæmilegt að hin starfsemin styrkist í leiðinni. Frístundamiðstöð í sveitarfélagi eins og Hveragerði starfar að mörgu leyti eins og þær frístundamiðstöðvar sem eru starfræktar í Reykjavík, þrátt fyrir að vera ekki af sömu stærðargráðu. Auðvelt er að líta á frístundamiðstöð sem heldur aðeins utan um eitt frístundaheimili og eina félagsmiðstöð sem óþarfa í litlu sveitarfélagi en reynslan úr Hveragerði sýnir að svo sé ekki. Eins og þegar hefur komið fram þá er styrkur í samlegð þessara tveggja þjónustueininga sem skapar að auki heildstæðari stofnun. Heildstæðari stofnun er meiri styrkur fyrir sveitarfélagið á margvíslega vegu og gerir það að verkum að rödd frístundamála barna og unglinga tekur meira og skilvirkara pláss í umræðu sveitarstjórnarmála. Framþróun og framsækni í frístundastarfi í Hveragerði er ekki einungis háð því að frístundamiðstöðin Bungubrekka hafi verið stofnuð heldur einnig stærð sveitarfélagsins. Það er auðvelt að horfa til stærri sveitarfélaga og tengja stærð þeirra við fleiri tækifæri og stærð minni sveitarfélaga við færri tækifæri. Í Hveragerði má segja að hugsunin sé andstæða við það og ákveðið var að nýta styrki þess að vera í meðalstóru sveitarfélagi. Þeir styrkir sem hafa stutt við starfið og breytingar eru gott aðgengi að bæjarstjóra, bæjarstjórn, fræðslunefnd, stjórnendum grunnskóla og leikskóla og starfsmanna þeirra, samfélagsins sem heild og öðrum stjórnendum sem starfa á hinum ýmsu stöðum innan sveitarfélagsins. Stofnun Bungubrekku og aðgengi að stjórnsýslu sveitarfélagsins er ekki það eina sem hefur stutt við fagþróun í starfi. Markviss og skilvirk innleiðing gæðaviðmiða frístundaheimila sem gefin voru út árið 2018 af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu ásamt Háskóla Íslands hafa verið lykilþáttur í því ferli. Gæðaviðmiðin gera það að verkum að auðveldara er að forgangsraða verkefnum og færa rök fyrir því sem ákveðið er að gera. Gæðaviðmiðin og lögfesting starfsins í lögum um grunnskóla gerir það að verkum að gæði starfsins veltur ekki lengur á tilfinningunum og skoðunum fólks um vægi eða gildi frístundaheimila heldur er þetta staðfesting á mikilvægi þess að það þurfi að sinna málaflokknum jafnvel og öðrum lykilþáttum í starfsemi sveitarfélaga. Innleiðing gæðaviðmiða í starfi frístundaheimilisins Skólasel í Hveragerði hefur gert það að verkum að verkferlar og uppbygging starfsins hefur bæst til muna. Bungubrekka og frístundaheimilið er orðin sýnilegri þáttur í samfélaginu, fjöldi frístundaleiðbeinanda og þátttaka þeirra í starfi er orðin meiri, öflugt valkerfi og fjölbreytt viðfangsefni einkenna daglegt starf og fræðsla til frístundaleiðbeinanda og starfsmannaþróun betri. Þegar ákvarðanir eru teknar, og spurt er um ástæður eða rök er einfaldlega hægt að máta starfið við gæðaviðmiðin og sýna fram á að úrbætur og breytingar séu í samræmi við það. Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól fór einnig í gegnum miklar breytingar skólaárið 2020-2021 og var áhersla lögð á að skapa betri aðstöðu til þess að geta tekið á móti börnum og unglingum í 5.-10. bekk í Grunnskólanum í Hveragerði. Starfið var endurmetið og reynt eftir bestu getu að núllstilla starfið og byrja upp á nýtt. Það gekk vel, húsnæðið tók stakkaskiptum, aðsókn unglinga var góð og almennt séð var bæting á starfi. En hvað nú? Félagsmiðstöðvar búa því miður ekki við sama lúxus og frístundaheimili þegar kemur að viðurkenningu á mikilvægi starfsins út frá lagalegum grundvelli. Sem betur er sú viðurkenning til staðar í Hveragerði en sú viðurkenning er ekki sjálfgefin og er ekki endilega til staðar í öðrum sveitarfélögum. Það er því mikilvægt að sama skref verði tekið með félagsmiðstöðvar eins og gert var varðandi frístundaheimili og að viðurkennd gæðaviðmið verði gefin út fyrir starfsemi þeirra.. Velgengni Bungubrekku skólaárið 2020-2021 endurspeglaðist síðastliðið sumar í gegnum ævintýranámskeið Hveragerðisbæjar sem frístundamiðstöðin sá um. Ævintýranámskeið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.