Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 24
24 strengi á uppbyggilegan og hvetjandi hátt. Mikilvægt er að við nýtum niðurstöður þeirra rannsókna og kannana sem lagðar eru fyrir árlega innan skólasamfélagsins og gefa til kynna þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á hverjum tíma. Þannig gefst okkur einstakt tækifæri til að stilla saman strengi og standa vörð um það sem vel er gert en einnig að sýna menntun og líðan barnanna okkar áhuga, koma sjónarmiðum á framfæri og leita leiða til umbóta öllum til góðs. Ef við gerum ekkert þá breytist ekkert Það skiptir okkur öll máli að börnunum okkar líði vel, þeim vegni vel og þau nái árangri í bæði leik og starfi og á sínum forsendum. Að því sögðu er upplýsingagjöf til foreldra ekki það sama og samtal, auk þess sem góður og uppbyggjandi skólabragur verður heldur ekki til af sjálfu sér. Starfsumhverfi kennara og nemenda varðar okkur öll sem myndum skólasamfélagið sem og vísbendingar og niðurstöður kannana um líðan og hagi barna og ungmenna hverju sinni. Ábyrgðin er allra Hér deilum við nefnilega öll ábyrgð og því brýnt að við sýnum hana í verki. Fyrst þá náum við árangri og vörðum leiðina að öflugu, styðjandi og góðu skólastarfi með hagsmuni barna og ungmenna og samfélagsins alls að leiðarljósi. SVEITARSTJÓRNARMÁL Meðferð eineltismála og erfið samskipti í grunnskólum Á vef Umboðsmanns barna var í sumar fjallað um meðferð eineltismála og erfið samskipti í grunnskólum. Margar ábendingar hafa borist embættinu vegna þessa og í upphafi júnímánaðar sendi umboðsmaður barna ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Grunni, félagi fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Félagi grunnskólakennara, Skólastjórafélagi Íslands og Heimili og skóla bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna þeirra mála. Í bréfinu kemur m.a. fram að mikilvægt sé að börn geti á fyrstu stigum máls leitað til hlutlauss aðila sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra þegar eineltismál koma upp innan skóla. Það getur einnig stuðlað að því að fyrirbyggja erfið samskipti milli barna og/eða foreldra þeirra annars vegar og starfsfólks og/ eða stjórnenda skóla hins vegar. Hinn hlutlausi aðili myndi m.a. stuðla að því að mál séu strax tekin til meðferðar á viðeigandi hátt, sem er til þess fallið að fyrirbyggja samskiptavanda milli aðila máls en algengt er að slíkur vandi myndist milli skóla og foreldra og á þá oft rætur sínar að rekja til óánægju foreldra með fyrstu viðbrögð skóla. Einnig er bent á mikilvægi þess að skólar fái frekari stuðning við gerð eineltisáætlana, en algengt er að skólar leiti til fagráðs eineltismála með slíkar beiðnir. Fagráðið veitir eingöngu ráðgefandi álit ef ekki hefur tekist að finna fullnægjandi lausn á eineltismálum innan skóla eða sveitarfélags eða vegna meints aðgerðaleysis sömu aðila. En ráðgjöf ráðsins er því sjaldan til þess fallin að stuðla að farsælli lausn málsins. Lagt er til við mennta- og menningarmálaráðherra að taka verklag við úrlausn eineltismála til gagngerrar endurskoðunar í samstarfi við bréfritara. Áhersla verði lögð á að flýta og bæta meðferð við úrlausn eineltismála og gæta hagsmuna þeirra barna sem í hlut eiga, með því að tryggja aðgengi að hlutlausum aðila sem komi að meðferð á fyrstu stigum. Þá verði einnig komið á aðgerðum sem miða að því að styðja við barnið innan skólans eftir að eineltismál eða erfið samskipti hafa komið upp og meðferð þeirra er lokið, til að tryggja velferð barnsins og farsæla skólagöngu þess. Mynd: Julia M Cameron / Pexels Mynd: Mikhail Nilov / Pexels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.