Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 2021, Page 27

Sveitarstjórnarmál - 2021, Page 27
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 7. og 8. október 2021 Gaman að sjá þig! Dagana 7. og 8. október nk. er loksins komið að því að sveitarstjórnarfólk hittist að nýju í „mannheimum“. Óteljandi Teams-fundir hafa átt sér stað frá því í mars 2020 þegar kórónuveiran skall á af fullum þunga. Við höfum öll tekið stórstígum framförum í tæknimálum og spurningar eins og „Heyrið þið í mér?“ og „Sjáið þið skjáinn?“ hafa orðið okkur jafn töm í munni og „Gaman að sjá þig!“ Sökum sóttvarna hefur þó þátttaka á ráðstefnunni verið takmörkuð við 350 manns og því hafa einungis kjörnið sveitarstjórnarfólk, framkvæmdastjórar og fjármálastjórar/bæjarritarar heimild til að skrá sig. Að ári vonumst við til að sjá ykkur öll. Myndirnar með greininni tók Ingibjörg Hinriksdóttir á fjármálaráðstefnum 2018, 2019 og af rafrænu ráðstefnunni árið 2020. FJÁRMÁLARÁÐSTEFNA SVEITARFÉLAGA

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.