Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 2021, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 2021, Side 29
Stefánsson hafði þá verið sveitarstjóri í fimm ár, en hann var kosinn á þing vorið 1995 og því losnaði starfið og var auglýst. Ég lít á það sem forréttindi að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni á sínum tíma og svo aftur núna og er þakklát fyrir það. Þetta er skemmtilegt starf og ég hef ánægju af því að taka þátt í samfélagsbreytingum. Störf að sveitarstjórnarmálum hafa tekið æði miklum breytingum frá því ég byrjaði hér 27 ára og það er mjög forvitnilegt að bera þetta saman. Mér finnst þekking og fagmennska hafa aukist, og samstaða sveitarstjórnarfólks meiri, til dæmis á mínu svæði, Vesturlandi“ segir Björg. Hugurinn leitaði aftur vestur Hún segist hafa átt afar ánægjulega æsku í vaxandi samfélagi þar sem hafnarbætur og uppgangur í útgerð og fiskvinnslu héldust í hendur. Skammt varð þó stórra högga á milli í lífi Bjargar þegar kom fram á unglingsár. Faðir hennar lést skyndilega þegar hún var 14 ára. Og tveimur árum síðar útskrifaðist hún 29 Ég lít á það sem forréttindi að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni á sínum tíma og svo aftur núna og er þakklát fyrir það. úr grunnskóla í héraði þar sem engan framhaldsskóla var að finna. Móðir hennar tók sig þá upp með dætur sínar þrjár og flutti suður til Reykjavíkur. Að lokinni útskrift úr Verzlunarskólanum nam Björg lögfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan. Síðan hefur hún bætt við sig diplóma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun og mastersgráðu í verkefnastjórnun, MPM. Hugurinn leitaði sífellt vestur á ný og Björg og eiginmaður hennar frá unga aldri fluttu aftur vestur til Grundarfjarðar. Hún fékk starf sem löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Stykkishólmi og ók daglega á milli, oft við afar erfiðar aðstæður. Þá var engin brú yfir Kolgrafafjörð sem var mikið veðravíti og oft mikill farartálmi að vetri. Börnin fóru suður og fjölskyldurnar með „Ferðirnar hér á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms voru oft æði skrautlegar og veturinn sem ég ók þar á milli var afar erfiður, snjóþungt og illviðrasamt. Þverun Kolgrafafjarðar er frábært dæmi um hvernig uppbygging innviða getur haft afgerandi áhrif á samfélög og búsetugæði því hún fór saman við stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga árið 2004. Skólinn er staðsettur í Grundarfirði. Brúin var tekin í notkun sama ár og var algjör forsenda fyrir því að unnt er að halda uppi daglegum skólaakstri á milli byggðanna. Hið sama gildir um miklar endurbætur vegarins um Búlandshöfða, sem lauk 1999. Fjölbrautaskólinn hefur haft gífurleg áhrif á þróun samfélaganna á Snæfellsnesi. Ég er af einni af síðustu kynslóðunum sem þurfti að fara suður í framhaldsskóla. Ég kom reyndar alltaf heim á sumrin þegar ég var í námi og var síðan svo heppin að fá þetta starf hjá sýslumanni, gat þannig flutt aftur vestur og nýtt menntun mína í starfi. En um fjölskyldu mína gilti það sama og um svo margar aðrar sem fluttu í burtu á eftir unglingunum sem fóru í framhaldsnám. Þetta var mjög algengt á þessum tíma og allur gangur á því hvort fólk skilaði sér aftur heim að loknu námi. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að geta haft ungmennin heima til 19 ára aldurs og í dag finnst manni eiginlega óhugsandi að senda heilan aldurshóp burt af svæðinu svona ungan, á þessum mikilvægu mótunarárum. Þetta hefur mikið uppeldisgildi fyrir fjölskyldurnar og er stórt fjárhagslegt spursmál. Þú getur ímyndað þér hvernig samfélagið, til dæmis félagslíf og íþróttastarf, breytist þegar heill aldurshópur er fjarverandi stærstan hluta ársins,“ segir Björg. Gríðarleg áhrif fjölbrautaskólans Hún segir að sveitarfélögin á svæðinu hafi komið sér saman um að knýja á um stofnun framhaldsskóla á svæðinu og, þvert á spár, komið sér saman um staðsetningu hans. Árið 2000 fóru þau sameiginlega í greiningarvinnu um áhrif af stofnun slíks skóla fyrir samfélögin og lögði til að hann myndi nýta sér fjarnám og þá óhefðbundnar aðferðir til að styrkja starf hans. Björg tók virkan þátt í undirbúningi, var formaður undirbúningsnefndar og átti ásamt félögum sínum samskipti um málið við þrjá menntamálaráðherra. Til að flýta fyrir byggingu skólans stofnuðu sveitarfélögin fasteignafélag sem byggði húsnæðið og leigir ríkinu enn þann dag í dag. Eins og algengt er þegar samið er við ríkið hefur leigan þó ekki Allt frá árinu 2006 hafa nýfædd börn í Grundarfirði verið boðin velkomin í heiminn með veglegri gjöf frá Grundarfjarðarbæ í samstarfi við fleiri aðila. Gjöfin hefur verið kölluð “sængurgjöf samfélagsins” og er hluti af fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Hér eru börn ársins 2019 með fjölskyldum sínum, í kaffisamsæti á Gamlársdag. FORSÍÐUVIÐTAL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.