Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 2021, Page 38

Sveitarstjórnarmál - 2021, Page 38
SVEITARSTJÓRNARMÁL Hringrásarhagkerfið verður að veruleika 38 Eftir Bryndísi Gunnlaugsdóttur lögfræðing og Eygerði Margrétardóttur, verkefnisstjóra á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins. Innleiðing hringrásarhagkerfisins krefst samtals og samstarfs sveitarfélaga, byggðasamlaga, stofnana, þjónustuaðila, atvinnulífsins og íbúa. Sú hugarfarsbreyting að rusl sé í raun og veru ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að ganga vel um og koma aftur inn í hringrásarhagkerfið er orðin ríkjandi á flestum heimilum og fyrirtækjum í dag. Markmið hringrásarhagkerfisins er að það myndist lokað efnahagslegt kerfi þar sem hráefni fer í endurvinnslu og sem minnst skili sér til endanlegrar förgunar með urðun eða brennslu. Í júní voru tekin tvö mikilvæg skref í átt til aukinnar innleiðingar hringrásarhagkerfis á Íslandi. Þá kom út stefna umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum er ber nafnið Í átt að hringrásarhagkerfi og einnig samþykkti Alþingi breytingar á ýmsum lögum varðandi úrgangsmál til stuðnings innleiðingar hringrásarhagkerfisins. Hlutverk sveitarstjórna Sveitarstjórnir gegna lykilhlutverki þegar kemur að úrgangsmálum og ber sveitarstjórnum að tryggja að það sé tiltækur farvegur fyrir allan úrgang sem fellur til hjá einstaklingum og lögaðilum innan sveitarfélagsins. Sveitarstjórnir geta unnið að úrgangsmálum í samstarfi við önnur sveitarfélög og er því hægt að staðsetja móttökustöðvar svo og aðrar úrgangslausnir eftir atvikum utan sveitarfélags. Það eru þrjú lykilstjórntæki er sveitarfélög hafa til þess að stýra úrgangsmálum innan sveitarfélagsins; svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, samþykkt um meðhöndlun úrgangs og innheimta gjalds af einstaklingum og lögaðilum fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Þær lagabreytingar er samþykktar voru til innleiðingar hringrásarhagkerfisins taka gildi 1. janúar 2023 og þurfa sveitarfélög nú þegar að hefja undirbúning þar sem lagabreytingarnar munu meðal annars hafa áhrif á hirðu úrgangs, skyldu einstaklinga og lögaðila til að flokka úrgang, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlun úrgangs. Að auki mun framleiðendaábyrgð ná yfir fleiri úrgangsflokka og standa undir auknum hluta kostnaðar sem sveitarfélög standa undir í dag en Úrvinnslusjóður vinnur að þeirri útfærslu. Með mikilli einföldun má segja að stærstu breytingarnar sem krefjast góðs undirbúnings við innleiðingu er annars

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.