Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 40

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 40
SVEITARSTJÓRNARMÁL 40 Innleiðing hringrásar- hagkerfisins krefst samtals og samstarfs sveitarfélaga, byggða- samlaga, stofnana, þjónustuðila og fleiri. að sveitarfélög hugi að því að innheimt sé fyrir öllum kostnaði sem tengist úrgangsmálum sveitarfélagsins. Innleiðing hringrásarhagkerfisins krefst samtals og samstarfs sveitarfélaga, byggðasamlaga, stofnana, þjónustuaðila, atvinnulífsins og íbúa svo fáein dæmi séu nefnd og búast má við fjölda viðburða næstu mánuði þar sem breytingarnar verða kynntar betur. Sambandið hefur einnig stofnað umræðuvettvang á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga um úrgangsmál og hvetjum við sem flesta til að taka þátt í umræðum á þeim vettvangi. Aðrar breytingar í úrgangsmálum sem taka gildi 1. janúar 2023 • Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að tölulegum markmiðum sem sett eru um endurvinnslu heimilisúrgangs og lífræns úrgangs sé náð á þeirra svæði. • Eftirlit með gerð svæðisáætlana sveitarstjórna er komið á. • Umhverfisstofnun skal útbúa leiðbeiningar um gerð svæðisáætlana. • Bann við urðun og brennslu úrgangs úr sérstakri söfnun komið á. • Samræmdum merkingum fyrir a.m.k. úrgangstegundirnar pappír og pappa, málma, plast, gler, lífúrgang, textíl og spilliefni komið á. • Innleidd framleiðendaábyrgð á umbúðir úr gler, málm og við. • Innleidd framleiðendaábyrgð á einnota vörur úr plasti, s.s. ílát og umbúðir utan matvæla og drykki, burðarpoka, blautþurrkur, blöðrur og tóbaksvörur. • Innleidd aukin kostnaðarþátttaka framleiðendaábyrgðar í kostnaði sveitarfélaga við meðhöndlun úrgangs er ber úrvinnslugjald. • Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð á hreinsun úrgangs á víðavangi og ströndum. • Skyldu til að flokka rekstrarúrgang og byggingar- og niðurrifsúrgang komið á og sveitarfélögum ber að tryggja aðstöðu til að taka við þessum úrgangi flokkuðum. • Lögbundin fræðsluskylda útvíkkuð og skulu sveitarfélög annast gerð upplýsingaefnis um úrgagnsforvarnir og meðferð úrgangs í sveitarfélaginu og fræða almenning, rekstraraðila og handhafa úrgangs um úrgangsmál í samstarfi við heilbrigðisnefndir. • Fræðsluskylda Umhverfisstofnunar, Úrvinnslusjóðs og Endurvinnslunnar útvíkkuð. Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar Greining á mögulegum útfærslum til álagningar gjalds fyrir meðhöndlun úrgangs Gefin verður út handbók fyrir sveitarfélög um úrgangsstjórnun sem verður vegvísir sveitarfélaga sem stjórnvalda í úrgangsmálum um þær stefnumótandi ákvarðanir og þjónustu sem þeim eru faldar samkvæmt lögum. Handbókin mun jafnframt að einhverju leyti nýtast öðrum sem starfa í málaflokknum. Í handbókinni verður umfjöllun um mismunandi leiðir að gildandi markmiðum í úrgangsmálum og sem styðja við markvissa og bætta úrgangsstjórnun sveitarfélaga, s.s. varðandi útfærslu á þjónustu við söfnun og meðhöndlun úrgangs, gjaldheimtu, fræðslu, aðra þjónustu í málaflokknum, útboð og innkaupasamninga. Handbókinni verður jafnframt ætlað að skýra hverjar heimildir sveitarfélaga eru til eftirlits og aðgerða þegar framkvæmd í málaflokknum reynist ekki í samræmi við stefnumótun, samþykktir um meðhöndlun úrgangs eða önnur fyrirmæli. Handbókin mun enn fremur innihalda sérstakan kafla með leiðbeiningum um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs og framkvæmd útboða og önnur innkaup á þjónustu og meðhöndlun úrgangs Verklok eru áætluð í desember 2021 Aðgerðin felst í gerð yfirlits yfir mögulegar útfærslur sem sveitarstjórnir geta valið til álagningar gjalds fyrir meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði niður á hvert heimili/ fasteignareiningu og hvern lögaðila, í greiningu á kostum og ókostum hverrar útfærslu m.t.t. aðstæðna sveitarfélaga á Íslandi og samanburði á hagkvæmni mismunandi útfærslna. Aðgerðin felst jafnframt í gerð tillögu að nauðsynlegum ráðstöfunum til að styðja við framkvæmdina ef við greininguna koma í ljós hindranir sem ryðja þarf úr vegi. Verklok eru áætluð í nóvember 2021 ORKU- ENDURNÝTING Nokkur dæmi um nýju merkin.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.