Mímir - 01.06.1981, Page 11
when they wish to express some reÍation be-
tween these constituents. (The relation may
be one of similarity, contrast, simultaneity,
succession, etc.)“ (Stockwell, Schachter &
Partee 1973:315). Tenging með og gefur til
kynna einhvern skyldleika, en sýnir ekkert
um hvers eðlis hann er. Aftur á móti gefa
en og eða vísbendingu um hvernig skyldleik-
anum er varið. Ég held því, að setningar
tengdar með en og eða þurfi að fullnægja
sömu skyldleikakröfum og setningar tengd-
ar með og, og sínum sérstöku kröfum um
eðli sambandsins að auki (sem vissulega geta
valdið því, að tenging með og væri þar hæpin
eða útilokuð).
2.1 OG
2.1.1 Merkingarleg skilyrði fyrir tengingu.
Og er algengasta aðaltengingin (Stefán
Einarsson 1949:175), og raunar eitt algeng-
asta orð íslenskunnar (í öðru sæti í Hreiðr-
inu, sbr. Baldur Jónsson 1975). Og getur
tengt ákaflega margvíslegar setningar, en þó
ekki allar. Lítum á (7); er hún ekki dálítið
undarleg?
ÞessÍ er svo sem Íitlu skárri en (7). Þó væri
e. t. v. hugsanlegt að viðurkenna hana með
því að setja upp röð af væntingum og að-
leiðslum eins og Lakoff (1971) gerir:
(9) a Að vera bitinn er slæmt L . ,
b Að deyja er stemt jíveent.ngnr)
c-Að vera slæmt = að vera slæmt
(aðleiðsla)
Svo er það spurning hvort ímyndunarafl
manna er nógu auðugt til að þeir fái sam-
hengi þarna á milli; því að „The sentence
will generally be better the commoner the
presuppositions and the fewer in number
they are“ (Lakoff 1971:122). Það er t. d.
líklegt að margir búi ekki yfir væntingunni
(9) b (og þar af leiðandi verki aðleiðslan (9)
c ekki) hefur hafi (10) a—c í staðinn:
(væntingar)
(10) a íranskeisari var
glæpamaður
b Að glæpamenn
deyi er gott
c Að vera slæmt ++* að vera gott (að-
leiðsla)
(7) *Jörðin er hnöttur og það er verið að
gera við Árnagarð
Um setningar á við þessa fjallar R. Lakoff
(1971). Hún segir að ástæðan fyrir því hve
vondar þær eru sé sú, að nær ómögulegt sé
að ímynda sér noklcur tengsl milli fyrri og
seinni hlutans. Ljóst er að báðir eru ágætir
út af fyrir sig, þannig að það hlýtur að vera
tenging þeirra sem veldur óeðlileikanum. En
jafnvel þótt tækist að ímynda sér einhvern
skyldleika, ykist merkingarlegur skyldleiki
setninganna ekkert við það, heldur væri þar
um að ræða pragmatískt atriði, bundið vænt-
ingum. Athugum nú (8):
(8) ??Hundur beit barn á Raufarhöfn
um daginn og íranskeisari er dauður
Aðleiðslan kemst þarna í strand, og ekkert
vit fæst út úr setningunni. Annars er hæpið
að fullyrða mikið um væntingar, aðleiðslur
og þvíumlíkt; fæst af því er meðvitað, og því
til lítils að spyrja fólk hvers vegna því finnist
ein setning eðlilegri eða óeðlilegri en önnur.
Þótt merkingarlegt samband og líkindi
setninga liggi í augum uppi, má ekki alltaf
tengja með og, sbr. (11):
(11) ?Jón fór heim með pabba sínum og
Pétur fór heim með pabba sínum
Gallinn við (11) er eiginlega sá að líkindi
setninganna eru of rnikil; of mörg orð sam-
eiginleg. Setningin brýtur eitt boðorða Grice
(1975:46): „Be brief“. Henni má þó bjarga
* JJ þýðir hér: ekki sama og.
9