Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 15

Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 15
Það verður því nauðsynlega að vera mun- ur í umsagnarliðnum (predicate) og hann einn getur dugað til að réttlæta notkun en ef ákveðnar merkingarlegar aðstæður eru fyrir hendi. Hins vegar getur mismunandi frumlag aldrei nægt til að tengja megi með en, ef umsagnarliðirnir eru eins. Lítum á » setningar með einfaldan mun í umsagnarliðn- um: (31) Jón er gamall en sterkur (32) ??Jón er gamall en hrumur (33) Jón er krati en heiðarlegur (34) Jón er kaupfélagsstjóri en Sjálfstæð- ismaður (35) *Jón er kaupfélagsstjóri en Fram- sóknarmaður Ástæðan fyrir því að þessar setningar eru misgóðar er mismunandi væntingar. Ef tengd- ir eru umsagnarliðir sem við búumst ekki við að eigi við um sama manninn er eðlilegt að tengja með en\ annars má það ekki. Þær væntingar sem hér um ræðir eru mjög misjafnlega almennar. Eg býst t. d. við að víðast hvar í heiminum þætti (31) góð, en (32) hæpin. Á hinn bóginn myndu varla aðr- ir en Islendingar gera mun á (34) og (35); og þótt mér þyki (33) hreint ágæt, yrðu lík- lega ýmsir óánægðir með hana. I þessum setningum er það greinilega ekki merking orðanna í sjálfu sér sem ræður því hvort við kjósum að tengja með og eða en, heldur er það þekking á heiminum. Ef umsagnirnar í (31)—(35) hafa mismun- andi frumlög, t. d.: (36) Jón er krati en Pétur er heiðarlegur kemur enn fram að mælandinn telur vera andstæðu milli þess að vera krati og að vera heiðarlegur. En til viðbótar drögum við þá ályktun, að Jón sé óheiðarlegur, og Pétur sé ekki krati; annars bryti notkun en þarna boðorðið ,,Be relevant“ (Grice 1975). Þótt einfaldur munur í umsagnarlið geti dugað til að réttlæta notkun en er það ekki algengt. Til þess að það gangi má ekki vera bein andstæða milli orðanna sem munurinn kömur fram í; því eru t. d. (37) og (38) vondar: (37) *Jón er gamall en ungur (38) *Jón svaf en vakti Þetta sýnir að andstæðan má ekki vera bein, heldur verður hún að vera einhvern veginn ,,á ská“. Orðin sem mismunandi eru mega ekki hafa sameiginlegan merkingarþátt, sem er +merktur í öðru, en -f-merktur í hinu. Eina leiðin sem ég sé til að skilgreina muninn sem þarf að vera til að nota megi en er sú að merkja orðin sem munurinn felst í [±JÁKVÆTT] eða eitthvað þvíumlíkt, og segia sem svo: Ef orð sem á við ákveðið frumlag er merkt [ + JÁKVÆTT], eigum við von á að önnur orð sem eiga við sama frumlag (eða annað frumlag í sömu setn- ingu) séu það líka. Sé svo ekki, má nota en, en annars er notkun en óeðlileg. Það verður að leggia áherslu á, að [ ±TÁKVÆTT] er ekki merkingarháttur. heldur bvggist á mati hvers málnotanda. Mun merkingarþátta og ,.matsbátta“ má t. d. siá á því, að ef umsagn- imar í (37) og (38) eiga við mismunandi frumlög, verða úr því ágætar setningar, s. s. (39): (39) Tón er gamall, en Pétur er ungur Aftur á móti verða (31)—(35) álíka góðar íeða slæmar) og áður, þótt seinni umsögnin fái sérstakt frumlag; þar er um að ræða sams konar ,.matsþætti“: (40) ??Jón er gamall, en Pétur er hrumur Milli tveggia mismunandi frumlaga virðist aldrei geta slcapast sú andstæða sem ein rétt- læti notkun en, eins og áður er sagt. Því 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.