Mímir - 01.06.1981, Síða 41

Mímir - 01.06.1981, Síða 41
menntandi afl sem hún hefur alltaf verið og henni hlýtur að vera ætlað hér eftir sem hingað til. Möguleikar tungunnar eru óþrjót- andi, án þess að grípa þurfi til nokkurs und- ansláttar frá lögmálum hennar eða gefast upp fyrir utanaðkomandi tízkufyrirbærum varð- andi orðanotkun og framburð. Heimili, dag- vistir, skólar og fjölmiðlar — allt eru þetta aðilar sem öðrum fremur hljóta að hafa á- hrif, ýmist góð eða ill, meðvitað eða ómeð- vitað; en enginn þeirra öðrum fremur. Pó álít ég, að ábyrgð þeirra sem móta mannver- una á fyrstu aldursárunum, þ. e. a. s. upp- alendur og barnaskólar, hljóti að vera hvað mest og áhrif þeirra aðila hvað varanlegust. Það verður aldrei um of brýnt fyrir uppal- endum, einkum mæðrum, að tala gott og tæpitungulaust mál við börnin þegar frá upp- hafi. Við lestrarkennslu á þegar í stað að auka við orðaforða barnanna svo sem frek- ast er unnt og glæða tilfinningu þeirra fyrir blæbrigðum málsins. Börn hafa gaman af slíku, og hættulegur er sá misskilningur að álíta að þau hafi ekki nægan þroska til að gera sér grein fyrir slíku námsefni. II. Ýmsum finnst sem íslensk tunga eigi um þessar mundir í vök að verjast gagn- vart erlendum málsáhrifum og sökum dofnandi máltilfinningar almennings og þekkingarskorts í málfræðilegum efnum. Nokkuð kann að vera til í þessu. En allt uppgjafar- og volæðistal, jafnvel úr ólílc- legustu áttum, er frekar hvimleitt. Menn, sem einhverra hluta vegna sjá sér t. d. ekki fært að kenna ungmennum íslenzka mál- fræði, eiga ofur einfaldlega að leita sér að atvinnu í öðrum starfsgreinum. Undansláttar- og uppgjafarsinnum hefur engu að síður orðið þónokkuð ágengt, og er stafsetningarbreytingin frá árinu 1974 hvað gleggsta dæmið þar um, en miður góðra á- hrifa hennar gætir í síauknum mæli og kem- ur fram í slævðri máltilfinningu, þekkingar- skorti og kæruleysi um rithátt. Sökum starfa minna við prófarkalestur um nærfellt fjörutíu ára skeið hef ég nokkurn samanburð á því hvernig meðferð tungunnar hefur verið á umræddu tímabili. Ég kemst ekki hjá því að álíta, að um nokkra afturför sé að ræða, einkum í málfari langskólageng- inna manna og þá ekki hvað sízt þeirra sem afkastamestir eru að magni til, blaðamanna, málflytjenda í útvarpi og sjónvarpi, svo dæmi sé tekið. Oft er ætlazt til þess, að handrita- og prófarkalesarar bjargi því sem bjarga þarf, og má segja, að vel sé, ef þeir ágætu menn hafa getu og tækifæri til slíks, en það er því miður ekki alltaf. Vonandi skilur þó enginn orð mín svo, að ég álíti stöðu íslenzks máls vonlausa eða að ég beri sérstaklega mikinn kvíðboga fyrir framtíð þess. Ég geri mér grein fyrir því, að undansláttaröflunum hefur orðið nokkuð á- gengt um skeið; en von mín er sú, og reynd- ar vissa, að þróttur íslenzkunnar sé slíkur og hæfni hennar til aðlögunar kröfum hvers tíma, að hún muni um alla framtíð halda reisn sinni og sérkennum; að sá verðmæti arfur sem við fengum í hendur muni kom- ast óskertur til komandi kynslóða og halda áfram að ávaxtast. III. Alveg tvímælalaust; en með því er ekki verið að segja, að eitthvert orða- lag sé undir öllum kringumstæðum hið eina rétta. Blæbrigði málsins veita not- endum þess ærna möguleika til að beita því á þann hátt, að öldungis ný notkun orðs eða orðasambands getur verið fullkomlega rétt- lætanleg án þess að vera „rangt“ mál. Hér er hvorki tími né rúm til að nefna dæmi slíks. En rangt mál er það undir öllum kringum- stæðum, þegar orð og beygingar eru af ein- skærri vankunnáttu eða fábjánaskap með þeim hætti að þverbrotin eru lögmál tung- 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.