Mímir - 01.06.1981, Page 60

Mímir - 01.06.1981, Page 60
2. Lágmarksandstæður og andstæðukerfi formdeilda 2.0. Beygingarfræði fæst einkum við að einangra og flokka einstök morf og morfem. Slík greining er að sjálfsögðu til alls fyrst. Þegar borið er saman við aðrar höfuðgreinar málfræðinnar verður sú hugsun engu að síð- ur æði áleitin að aðferðir beygingarfræðinn- ar séu næsta frumstæðar enda hefur greinin notið lítilla vinsælda á síðustu árum. Vekur nokkra furðu að beygingarfræðin ein nægist að miklu leyti við flokkunarfræði og er á margan hátt enn ósnortin af nýrri straumum, jafnvel formgerðarstefnunni. Auðvitað er það ekki með öllu óþekkt að menn reyni að skipa „beygingarfræðilegum eindum“ í einhvers konar kerfi og athugi samverkan þeirra innan slíkra kerfa. Má segja að hið hefðbundna paradigma eða beygingar- dæmi sé tilraun í þessa átt, t. d.: (1) Vh. þt. et. 1. p.: -i 2.p.: -ir 3.p.: -i flt. l.p.: -um 2.p.: -uð 3.p.: -u í paradigma sem þessu eru formdeildirnar PERSÓNA (P) og TALA (TA) í raun ein- angraðar og athugaðar sérstaklega innan vh. þt., þ. e. í ákveðnum, föstum tengslum við tvær aðrar formdeildir, TÍÐ (T) og HÁTT (H). 2.1. Líta má á formdeildir sem breytur og nota táknin P, TA, T og H á svipaðan hátt og x, y, z o. s. frv. í stærðfræði. Hér er þó sá munur á að formdeildir þessar geta að- eins fengið fá gildi en ekki óendanlega mörg eins og flestar stærðfræðilegar breytur. — Pannig getur t. d. beygingarformdeildin T aðeins haft gildin ±ÞT í íslensku. Þegar talað er um vh. þt. hafa breytunum T og H auðsæilega verið gefin föst gildi, + ÞT og +VH. I paradigmanu í (1) hafa þess- ar tvær breytur því föst gildi en breyturnar P og TA breytileg gildi. Segja rná að íslensk sagnbeyging felist í allflóknu samspili þessara fjögurra breytna. Meginhugmynd mín er í rauninni einföld og felst einkum í að gengið er einu skrefi lengra en gert er í hinu hefðbundna para- digma. Hér verða þrem af þeim 4 formdeild- um sem fram koma í íslenskri sagnbeygingu sem sagt gefin föst gildi og athugað hvernig fjórða formdeildin „hegðar sér“ í slíkum föst- um tengslum. Ein formdeild verður m. ö. o. einangruð hverju sinni í stað tveggja eins og yfirleitt er gert í hinu hefðbundna paradigma. Þegar ein formdeild hefur verið einangruð með þessum hætti er augljóst að tala má um lágmarksandstæður innan hennar, t. d. Vh. þt. flt. 1. p. W Vh. þt. flt. 2. p. Svona lág- marksandstæðum formdeilda má skipa í lág- marksandstæðukerfi sem til styttingar verða hér eftir kölluð andstæðukerfi formdeilda; t. d.: (2) a. Hi Tj TAl: lp +f 3p 2P b. Vh.þt.flt.: um +f + u uð ff í (2) a. er andstæðukerfi PERSÓNU í ís- lenskri sagnbeygingu sett fram á almennan hátt þar sem i, J og l tákna að formdeiidirnar H, T og TA hafa einhver föst gildi. í (2) b. er hins vegar sýnt dæmi um hvernig þetta andstæðukerfi kemur fram í raun í ending- um sagna þegar þessum formdeildum eða breytum hafa verið gefin ákveðin föst gildi, í þessu tilviki +VH, +ÞT og +FLT. I andstæðukerfi eins og (2) geta auðsæi- lega aðeins komið fram lágmarksandstæður. 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.