Mímir - 01.06.1981, Page 64
jafnræði með háttar- og tíðgreiningu í ein-
töluendingunum; ef eitthvað er ber þar þó
heldur meira á háttargreiningu en tíðgrein-
ingu, öndvert því sem er í fleirtöluendingun-
um. Það skiptir þó ekki höfuðmáli heldur
hitt að í raun er að verulegu leyti undir hæl-
inn lagt hvort og hvernig háttar- og tíðgrein-
ing kemur fram í eintöluendingunum. Það
fer sem sagt að miklu leyti eftir beygingar-
flokkum sagna en þeir eru auðvitað ófyrir-
segjanlegir og eiga elckert skylt við form-
deildirnar sjálfar. Það er því enginn vegur
að einangra morf af gerðinni T/H í eintölu-
endingunum. Að vísu má segja að eintölu-
endingarnar séu flestar af gerðinni -V0 eða
-Vr og að tíðar- og háttgreining falli yfirleitt
á sérhljóðið. Frá þessu eru þó mjög margar
undantekningar og eins og tíðar- og hátt-
greiningin sjálf fer þetta að verulegu leyti
eftir beygingarflokkum og jafnvel einstökum
sögnum. Þannig mætti halda því fram að í
3. flokki veikra sagna sé endingarsérhljóðið
tíð.qreinandi, sbr. t. d. fh. 2. p.: kall-ar 4+
kallað-zV; sömu greiningu verður hins vegar
ekki komið við í sterkum sögnum, sbr. fh.
2. p.: tek-ur 4+ tók-r/; fer-d 44 fór-st.
Eintöluendingar saqna hafa alltaf sérhljóð-
ið -z(-) í vh. Því er oft látið að því liggia að
í eintölunni sé þetta sérhljóð ótvírætt háttar-
merki. Því miður er slíku þó ekki að heilsa.
Þannig er alls engin háttgreining í eintölu-
endingum allrar veiku beygingarinnar í þá-
tíð, og í nútíð er nokkuð um sagnir þar sem
háttgreiningin hvílir augljóslega á ending-
unni í heild fremur en sérhljóðinu, sbr. horf-
ir 44 horfi-z, þ. e. nt. et. 3. p. fh. 4+ nt. et. 3.
p. vh. Þetta verður enn skýrara ef gert er ráð
fyrir því að endingin -ur hafi baklægu mynd-
ina /-r/ en að slíkri greiningu má leiða veru-
leg rök þó að þau verði ekki tíunduð hér.
Loks er svo þess að geta að í þt. et. 2. p. st.
sg. er auðvitað engin leið að telja endingar-
sérhljóðið sérstakt háttarmerki, sbr. -st 4d -ir,
og að í nútíð et. 3. p. almennt er slíkt miklum
erfiðleikum bundið, sbr. -ur 44 -i0, -ar 44
-z’0, -ir 44 -i0.
Af framansögðu er ljóst að T og H eiga sér
enga reglulega samsvörun í eintöluendingum
íslenskra sagna. Eina formdeildin sem með
nokkrum rétti má halda fram að eigi sér
reglulega og almenna samsvörun í endingum
þessum er PERSÓNA en auk þess er tölu-
táknun þar nokkuð regluleg í 2. p., a. m. k.
í veikum sögnum sbr. vh. nt. kall-zV 44 kall-
ið. Almennt má því segja að eintöluendingar
íslenskra sagna megi, z m'fóg grófum dráttum,
greina á eftirfarandi hátt þar sem X táknar
hvað sem vera skal, þ. á. m. 0:
(9) — X — P(/TA)
(P)
TA
T
H
Af þessu má sjá að eintöluendingar ís-
lenskra sagna eru að verulegu leyti ósundur-
greinanlegar. Það er hins vegar beinlínis rangt
að hið sama eigi við um fleirtöluendingarnar
eins og ótvírætt var sýnt fram á hér áðan
með aðstoð lágmarksandstæðna og andstæðu-
kerfa. Virðist því einsýnt að aðferðir þær sem
hér er beitt hafi sannað gildi sitt enda hefur
það ekki verið rökstutt áður, með óyggjandi
hætti, að ólíkar morfemgreiningar eigi við
um eintölu- og fleirtöluendingar íslenskra
sagna.
Áður en við þetta efni er skilist er rétt
að benda á að að einu leyti er tíðar- og hátt-
greining næsta regluleg í eintöluendingum
veikra sagna. Svo sem sjá má af (8) kemur
tíðgreining þar aðeins fram í fh. og háttgrein-
ing aðeins í nt. Er það í góðu samræmi við
þá almennu hugmynd að ómerktar málfræði-
legar einingar (t. d. fh. og nt.) hafi stærra
,,hlutverk“ (functional load) en merktar (t.
d. vh. og þt.) og að þar sé því að vænta
„hámarksdeilni“.
62