Mímir - 01.06.1981, Page 64

Mímir - 01.06.1981, Page 64
jafnræði með háttar- og tíðgreiningu í ein- töluendingunum; ef eitthvað er ber þar þó heldur meira á háttargreiningu en tíðgrein- ingu, öndvert því sem er í fleirtöluendingun- um. Það skiptir þó ekki höfuðmáli heldur hitt að í raun er að verulegu leyti undir hæl- inn lagt hvort og hvernig háttar- og tíðgrein- ing kemur fram í eintöluendingunum. Það fer sem sagt að miklu leyti eftir beygingar- flokkum sagna en þeir eru auðvitað ófyrir- segjanlegir og eiga elckert skylt við form- deildirnar sjálfar. Það er því enginn vegur að einangra morf af gerðinni T/H í eintölu- endingunum. Að vísu má segja að eintölu- endingarnar séu flestar af gerðinni -V0 eða -Vr og að tíðar- og háttgreining falli yfirleitt á sérhljóðið. Frá þessu eru þó mjög margar undantekningar og eins og tíðar- og hátt- greiningin sjálf fer þetta að verulegu leyti eftir beygingarflokkum og jafnvel einstökum sögnum. Þannig mætti halda því fram að í 3. flokki veikra sagna sé endingarsérhljóðið tíð.qreinandi, sbr. t. d. fh. 2. p.: kall-ar 4+ kallað-zV; sömu greiningu verður hins vegar ekki komið við í sterkum sögnum, sbr. fh. 2. p.: tek-ur 4+ tók-r/; fer-d 44 fór-st. Eintöluendingar saqna hafa alltaf sérhljóð- ið -z(-) í vh. Því er oft látið að því liggia að í eintölunni sé þetta sérhljóð ótvírætt háttar- merki. Því miður er slíku þó ekki að heilsa. Þannig er alls engin háttgreining í eintölu- endingum allrar veiku beygingarinnar í þá- tíð, og í nútíð er nokkuð um sagnir þar sem háttgreiningin hvílir augljóslega á ending- unni í heild fremur en sérhljóðinu, sbr. horf- ir 44 horfi-z, þ. e. nt. et. 3. p. fh. 4+ nt. et. 3. p. vh. Þetta verður enn skýrara ef gert er ráð fyrir því að endingin -ur hafi baklægu mynd- ina /-r/ en að slíkri greiningu má leiða veru- leg rök þó að þau verði ekki tíunduð hér. Loks er svo þess að geta að í þt. et. 2. p. st. sg. er auðvitað engin leið að telja endingar- sérhljóðið sérstakt háttarmerki, sbr. -st 4d -ir, og að í nútíð et. 3. p. almennt er slíkt miklum erfiðleikum bundið, sbr. -ur 44 -i0, -ar 44 -z’0, -ir 44 -i0. Af framansögðu er ljóst að T og H eiga sér enga reglulega samsvörun í eintöluendingum íslenskra sagna. Eina formdeildin sem með nokkrum rétti má halda fram að eigi sér reglulega og almenna samsvörun í endingum þessum er PERSÓNA en auk þess er tölu- táknun þar nokkuð regluleg í 2. p., a. m. k. í veikum sögnum sbr. vh. nt. kall-zV 44 kall- ið. Almennt má því segja að eintöluendingar íslenskra sagna megi, z m'fóg grófum dráttum, greina á eftirfarandi hátt þar sem X táknar hvað sem vera skal, þ. á. m. 0: (9) — X — P(/TA) (P) TA T H Af þessu má sjá að eintöluendingar ís- lenskra sagna eru að verulegu leyti ósundur- greinanlegar. Það er hins vegar beinlínis rangt að hið sama eigi við um fleirtöluendingarnar eins og ótvírætt var sýnt fram á hér áðan með aðstoð lágmarksandstæðna og andstæðu- kerfa. Virðist því einsýnt að aðferðir þær sem hér er beitt hafi sannað gildi sitt enda hefur það ekki verið rökstutt áður, með óyggjandi hætti, að ólíkar morfemgreiningar eigi við um eintölu- og fleirtöluendingar íslenskra sagna. Áður en við þetta efni er skilist er rétt að benda á að að einu leyti er tíðar- og hátt- greining næsta regluleg í eintöluendingum veikra sagna. Svo sem sjá má af (8) kemur tíðgreining þar aðeins fram í fh. og háttgrein- ing aðeins í nt. Er það í góðu samræmi við þá almennu hugmynd að ómerktar málfræði- legar einingar (t. d. fh. og nt.) hafi stærra ,,hlutverk“ (functional load) en merktar (t. d. vh. og þt.) og að þar sé því að vænta „hámarksdeilni“. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.