Mímir - 01.06.1981, Síða 66
flt. eru einfaldlega skýrðar sem á-
hrifsbreytingar frá framsöguhætti til
viðtengingarháttar.
— Sumtækar breytingar í fleirtöluend-
ingum núþálegra sagna og að vera
eru ekki settar í samband við altæku
breytingarnar.
Afdrifaríkast þessara sjónarmiða er hið
fyrsttalda sem segja má að sé aldargamall arf-
ur frá Jóni Þorkelssyni (1887:63—4; sbr.
Kristján Árnason 1980:161). Sjónarmið
þetta mótast augljóslega af hinu hefðbundna
paradigma. Það er því forvitnilegt að athuga
hvernig breytingar á endingum vh. og fh.
koma fram í andstæðukerfum þeim sem hér
hafa verið notuð.
4.3. í andstæðukerfum eru tengdar sam-
an tvær eða fleiri endingar. Lýsing á sögu-
legum breytingum þessara endinga í slíkum
kerfum felur því augljóslega í sér nokkra ein-
földun þegar aðeins er miðað við „upphaf og
endi“ breytinganna eins og hér verður gert;
bá er sem sagt ekkert tillit tekið til þess að
hinar einstöku breytingar gerast eklci alveg
samtímis (og fer bví raunar víðsfjarri stund-
um). Þessi einföldun getur verið háskaleg en
kemur þó yfirleitt ekki að sök.
Altækar breytingar á endingum vh. flt.
urðu sem fyrr segir -im, -im, -ið, -i > -um,
-um, -uð, -u. I andstæðukerfum TÍÐAR og
HÁTTAR má því lýsa þeim svona (í ,,al-
mennu“ sagnbeygingunni):
Af þessari litlu mynd sést í einni sjónhend-
ing hvers ,,eðlis“ breytingarnar eru: Hátt-
greining hefur veiklast mjög í fleirtöluend-
ingum íslenskra sagna en tíðgreining vaxið að
nær sama skapi. Breytingunum má m. ö. o.
lýsa svona:
(12) fh. +f vh.: 5 > 1
nt. # þt.: 2 > 4
Þótt undarlegt kunni að virðast hefur sú
efling tíðgreiningar sem átt hefur sér stað í
fleirtöluendingum íslenskra sagna með öllu
farið fram hjá málfræðingum eftir því sem
best verður séð; hin hefðbtmda framsetning
þessara breytinga í paradigmum hefur auð-
sæilega lokað augum manna fyrir þessari ein-
földu meginstaðreynd.
Þessar altæku breytingar á fleirtöluending-
um sagna leiddu ekki aðeins til veiklunar H
og eflingar T innan endinganna; með þeim
komst einnig á samræmi í tíðgreiningu á milli
fh. og vh. innan hverrar persónu fleirtölunn-
ar: Þar sem TÍÐ er greind í fh. er hún nú
einnig greind í vh. (þ. e. í 2. og 3. p.), þar
sem hún er ekki greind í fh. er hún ekki held-
ur greind í vh. (í 1. p.). Að þessu leyti má
lýsa breytingunum sem áhrifsbreytingum frá
fh. til vh.; að öðru leyti er sú lýsing villandi
einföldun.
4.4. Núþálegar sagnir hafa sem fyrr segir
breytt endingum sínum í 2. og 3. p. flt. fh.
nt., -uð, -u > -ið, -a, t. d. vit-uð, vit-u > vit-
1. p.: 2. p.: 3. p.: l.p.: 2. p.: 3. p.:
um -fj im ið ið a ++ i um um ið ið a ++ i
++ ++ > ++ ++ -H- ■H-
um Jf im uð ++ ið u hf i um um uð uð u u
64