Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 85

Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 85
Sýslumannsfrúin í Hjálmholti má ekki til þess vita að hann sé lokaður inni og járn- aður, en það verður til þess að hann slepp- ur úr varðhaldinu (39.—40. kafli). Loks er honum komið fyrir í Óseyrarnesi, og eru tvær hugsanlegar ástæður tilfærðar: Honum [þ. e. sýslumanni] virtist einsætt að hafa Sigurð innilokaðan og þó í járnum. En það mátti kona hans eigi vita; hún kenndi svo sárt í brjósti um hinn ógæfusama mann, sem hún vissi, að hlaut að líða mjög illa, þó hann ljeti sem minnst á því bera, og fannst því meiri þörf á að ljetta byrði hans en þyngja. [. . .] Sumra sögn er líka, að honum [þ. e. sýslumanni] hafi borizt sá orða- sveimur, að fósturdóttir hans væri Sigurði of eftirlát. En hin fyrtalda orsök var nóg. (226) Jón Helgason hefur grafið upp tvö bréf frá þessum tíma, skrifuð af einum manni og send sama kunningja, þar sem því er haldið fram í tvígang að Sigurður hafi harnað vinnu- konu sýslumanns (J. H. 1962). Er ekki að efa að sú sögn hefur komist á kreik. En hvort munnmælin hafa breytt vinnukonu í fóstur- dóttur sýslumanns skal ósagt Htið. Hitt er víst, að þessa sögn er ekki að finna í sögunni, svo tæplega hefur hún orðið langlíf hver sem ástæðan nú er. 3. Sipjirður og sjálfstæðisbarningur íslenskra. Vist Sigurðar í kóngsins Kaupinhöfn hef- ur greinilega orðið hápunktur hetjudáða hans, og bá ekki síst beir atburðir er kostuðu hann að lokum lífið. I sögunni eru þrjár sagnir sem öllum her saman um að hann hafi orðið manni að bana í rasphúsinu. Frásögnin er á þessa leið: Ein er sú, að hinir rasphússfangarnir hafi viljað fá Sigurð í fjelag með sjer til að drepa fangavörð- inn, er öllum ber saman um, að hafi verið mjög harður, barið þá, er eigi gátu lokið ákvæðisverki sínu, en sett þeim þó mikið fyrir. En Sigurður lauk því ætíð vel, enda barði fangavörður hann aldrei. Sigurður neitaði að ganga í þenna fjelags- skap. Hinir frýjuðu honum þá hugar, og kváðu þess von, að íslendingurinn væri huglaus. Hann mælti þá: „Meðan fangavörðurinn leggur ekki illt til mín, legg jeg ekki illt til hans heldur; en gjöri hann það að fyrra bragði, er hann feigur“. Peim datt þá ráð í hug, er þeir vissu að hrífa mundi til að koma Sigurði til að vinna vígið, er þeir höfðu ei áræði til sjálfir: Peir rægðu hann við fangavörðinn, svo hann varð fokreiður, æddi að Sigurði, þar sem hann var við verk sitt, og sló hann með sprota sínum. En eigi fjekk hann tíma til að slá nema eitt höggið, því Sigurður snerist við honum og rak raspinn í gagnaugað, svo hausinn brotnaði. Önnur sögnin er sú, að Sigurður sá fangavörðinn berja mann, einn af föngunum, sem eigi hafði getað gjört fangaverði til hæfis, en var veikburða og lítilsigldur. Sig- urður kenndi í brjósti um manninn og tók að ieggja honum líknaryrði við fangavörðinn. Hann brást reiður við, því hann gat eigi þolað, að fangi gjörði sig svo djarfan, að skifta sjer af að- gjörðum hans; rak hann sprota sinn um þvert enni Sigurðar, svo að sprakk fyrir og blóðið lag- aði úr honum. Varð Sigurði þá skapfátt og veitti fangaverði bana. Priðja sögnin er sú, að fanga- vörðurinn hafði sett einn af föngunum til verk- stjóra yfir hina. Sá skipaði einu sinni sem oftar til verka. Var þá um eitthvert örðugt verk að tala, sem einhver fanganna átti að gjöra. Sagði verkstjóri, að rjettast væri að hinn „stóri og sterki íslendingur" gjörði það. Sigurður hefði þá spurt, hvar fyrir hann skipaði sjer allt af það sem verst væri. Hinn anzaði því ekki, en leit reiðulega til Sigurðar; hljóp svo frá honum ofan stiga — því þeir voru uppi á lofti, — Sigurður hljóp eftir honum, og er ofan kom, þreif hann annari hendi í fötin á brjósti verkstióra og skelldi honum niður, en með hinni þreif hann brauð- hníf, sem lá þar, og rak í gegn um hann. (242—44) Eins og sjá má ber hér allnokkuð í milli. Brynjúlfur tortryggir einkum síðasttöldu sögnina, enda er hún í nokkurri mótsögn við hinar tvær. Hún er höfð eftir Einari Snorra- svni sem verið hafði ,,8 ár samtíða þeim Jóni Geirmundssyni og Kolbeinssonum [félögum Sigurðar] í festingarerfiði í Kaupmannahöfn“ (244nm). Sögumaður stendur því ekki all- fjarri atburðum, enda kemur í ljós að sögnin hans er síst fjær raunveruleikanum en hinar tvær. Sú fyrsta er höfð eftir almennum munn- mælum, en sú í miðið eftir Grími Thomsen4) að því er Brynjúlfur segir sjálfur. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.