Mímir - 01.06.1981, Side 91
Jón Helgason (1962): Útilegumenn í Árnessýslu,
Islenzkt mannlíf IV., Reykjavík.
Jón Ölafsson (1978); Flestu kenna fæ ég á, Lesbók
Morgunblaðsins, 40. tbl. (1979): Andsvar gegn
dúett Birgis Sigurðssonar, Lesbók Morgun-
blaðsins, 2. tbl.
Landsyfirrjettardómar og Hæstarjettardómar í ís-
lenzkum málum 1802—1873, I., III., IV. og
VI. Reykjavík 1916—1950.
Matthías Jochumsson (1898): Ritdómur, Pjóðólfur
50. árg. 2. tbl.
Óskar Halldórsson (1977): Goðsögnin um Gretti,
Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni,
Reykjavík. (1979): Óprentaðir fyrirlestrar um
Grettis sögu, fluttir við Háskóla íslands á
haustmisseri 1979—1980.
Sveinn Guðmundsson (1913): Lítil athugasemd við
einn kafla Bólu-Hjálmarssögu, Óðinn 9. árg.
9- tbl.
Þórður Sveinbjarnarson (1916): Æfisaga Pórðar
Sveinbjarnarsonar, samin af honum sjálfum,
Reykjavík.
ATHUGASEMDIR:
1) Beinar tilvitnanir í söguna sjálfa miðast við
texta frumútgáfunnar 1893—97, svo og blað-
síðutölin í svigunum.
2) Sjá grein eftir Brynjulf Alver (1973).
3) Flest það sem hér er sagt um Grettis sögu má
rekja til Óskars Halldórssonar (1979)-
4) Til gamans má geta þess að í ævisögu Árna
prófasts Þórarinssonar (1. bindi 1945:266—7)
er að finna sögn um sömu atburði hafða eftir
Grími Thomsen, en svo skemmtilega vill til að
henni svipar helst til þeirrar sem Brynjúlfur seg-
ist hafa eftir almennum munnmælum.
5) Hér er byggt á útdrætti úr fangelsisskjölum sem
birtist í útgáfu sögunnar 1975.
6) Svo bregður við að þegar kemur að dómnum
snýr Brynjúlfur baki við sögnunum. í ævisögu
Árna Þórarinssonar segir að ævilokum Sigurðar
hafi verið lýst þannig að hann hafi verið „látinn
klofvega upp á svo kallaðan harðbakshest og
sagaður eða klofinn sundur eftir endilöngu" (1.
bindi 1945:96).
PÁLL VALSSON:
LJÖÐ
ÁRSTÍÐIR
Ég vaknaði í hausti
við hjal kaldra regndropanna
við hálf hrímaða rúðuna.
Uti, varð ótímabær
andlitslyfting laufblaðanna
áður en þau féllu í strætið
undan fjarlægum vængjaslætti
fuglanna, sem stefndu suður.
Burt, frá ört stækkandi
heljargreip nístingskuldans.
í frosnum
fölskvalausum blæ
fjúka þreyttar sálir
leiksoppar íshafsvindsins
þess drambsama oflátungs.
Spenntar greipar
klípa í kinnar.
Sólin gerðist áleitnari
nartaði
í beinaberar krumlur frosthörkunn
Fletti ofan af lífinu,
blóðrisa moldinni
geispandi golunni.
Á mykjudríli
eigruðu rótlausar flugur
leitandi kjarnans,
ónæmar fyrir lýrískri
stemningu kvöldsólarinnar.
Sár eftir baggaböndin
og leiður á vélahossi
hvarf ég til nýrra landvinninga
í óplægðu túni hugans.