Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 107

Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 107
STARFSANNALL MIMIS 1979 — 1980 Aðalfundur Mímis haustið 1979 var haldinn í Árnagarði að viðstöddu fámenni. í stjórn voru kjörin: Sigurður Hróarsson, formaður, Finnur Karlsson, gjaldkeri og Erla Hrönn Jónsdóttir, ritari. Meðstjórnendur voru: Ragna Steinarsdóttir frá ritnefnd og Rögnvaldur Guðmundsson, frá skemmtinefnd. Aðrir í ritnefnd voru: Guðvarður Már Gunnlaugsson, Þorsteinn Þórhallsson, Hörður Sigurðsson og Ari Páli Kristinsson. Aðrir í skemmtinefnd voru: Valgarð Runólfsson, Álfheiður Kjartansdóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Jón Thoroddsen. Ætlunin var að íslenskunemar blönduðu nokkuð saman geðum sínum á kynningarkvöldi en af því varð ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnarinnar nýju. Ástæðan var að ekkert húsaskjól fannst fyrir hópinn. Áform um krafta- kvöid fór á sömu leið. Stjórnin var ákaflega lítt menningar- lega sinnuð og eyddi öllum sínum starfskröftum í skemmt- anahald og sýndist sitt hverjum um ágæti þess. En það þýðir víst ekkert að fást um það sem ekki varð heldur er best að snúa sér að því sem gerðist. Fyrsta skemmtunin var rannsóknaræfing og var hún haldin 20. des. í Félagsstofnun stúdenta. Þar voru saman komnir ís- lenskunemar, sagnfræðinemar og spekingar úr Félagi is- lenskra fræða. Erindi kvöidsins flutti Stefán Karlsson og fjallaði um málpólitík. Umræður voru hinar líflegustu og skemmtu menn sér hið besta nokkuð fram eftir nóttu. Að afloknu jóla- og prófstandi átti að halda þorrablót Mímis föstudagskvöldið 14. mars en á síðustu stundu gripu veðurguðirnir í taumana og öllu var aflýst vegna aftaka- veðurs. En þar eð fólk var almennt tilbúið að fara, ýmist i Árnagarði bíðandi eftir rútu, eða í samkvæmi úti í bæ var öllum safnað saman þangað. Þar var síðan setið, eða staðið, drukkið og sungið fram eftir kvöldi og mun þetta sjálfsagt vera með fjölmennustu heimahússamkvæmum sem ís- lenskunemar hafa sótt. Síðan fór allur skarinn i Óðal og hélt þar uppteknum hætti og segir ekki meira af því. Háifum mánuði síðar, laugardaginn 29. mars, var svo hið eiginlega þorrablót Mímis haldið — ef eiginlegt skyidi kalla — það var ekki nóg með að bæði þau þorri og góa væru lið- in helduf var snæddur fremur nútímaiegur matur, svokallað kalt borð, en ekki þorramatur súr og stækur. En til að rig- halda nú í hefðina nefndist fagnaður þessi þorrablót. Það var haldið í Skíðaskálanum í Hveradölum eins og nokkur undanfarin ár. Heiðursgestur var Jón Böðvarsson. Víta- nefnd starfaði að vanda með miklum myndugleika og otaði þeim skötuhjúum Grími og Dauðaskelinni óspart að fólki. Menn virtust skemmta sér hið besta, ef ekki við dans og söng inni, þá úti í guðs hvítri náttúrunni á sleðum og snjó- þotum. Um þrjúleytið um nóttina var komið til byggða. Næsti stórviðburður í gleðihaldi var rannsóknaræfing, haldin í Félagsstofnun 18. april. Hallfreður Örn Eiríksson flutti erindi sem fjallaði um þjóðsagnasöfnun Jóns Árna- sonar. Umræður urðu nokkrar en þó ekki sem skyldi sökum mannfæðar. En þegar líða tók á kvöldið rættist heldur úr og fólk fór að síga á staðinn þó aldrei yrði fjölmennt. Mikið var dansað um kvöldið, aðallega að hætti Færeyinga, undir öruggri leiðsögn Stefáns Karlssonar. Fvrirhuguðu vorferðalagi var aflýst þar eð próf voru l'arin að nálgast allískyggilega og fólk farið að nýta tímann í þeirra þágu. Eftir sól og sumaryl hittust Mímisfélagar hressir og endurnærðir og hófu störf að nýju. Rannsóknarleiðangur var farinn laugardaginn 4. október um Borgarfjörð í blíð- skaparveðri. Fararstjóri var Sveinn Skorri Höskuldsson og heiðursgestur og sérlegur ráðgjafi var Óskar Halldórsson. Komið var við í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd og hlýddu menn þar á erindi sóknarprestsins um kirkjuna og Hallgrím Pétursson. í Skorradal var snæddur hádegisverð- ur í kjarrivaxinni hlíð. Sveinn Skorri var afar samvisku- samur fararstjóri, benti mönnum á holt og hrímgar hlíðar og sagði sannar sögur eftir ömmu sinni. Stoppað var á Borg á Mýrum og staðurinn rannsakaður hátt og lágt en engar menjar fundust um veru Egils þar. Komið var við i Húsafelli og Reykholti, Snorralaug barin augum og kirkjukór settur á laggirnar. Á heimferðinni var Tummu Kukku ákaft hampað svo og félaga Bakkusi. Segir svo ekki af för Mímisliða meir, nema hvað komið var í bæinn um kvöldmatarleytið. Er það mál manna að rannsóknarleiðangur þessi hafi í alla staði verið hinn ánægjulegasti. Þegar hér var komið sögu var farið að nálgast stjórnar- skipti en þau fóru fram með tilheyrandi viðhöfn á aðalfundi Mimis 23. október 1980. Fyrir hönd Mímis Erla Hrönn Jónsdóttir, ritari. 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.