Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 16

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 16
16 síðast frá sér er helgaður minningu Þórðar Guðbjartssonar; „Um fóstra minn“. Skáldið býr nú í Kópavogi ásamt konu sinni Bryndísi Kristjánsdóttur16 sem hann giftist fyrir rösklega hálfri öld.1' Eflaust hvarflar hugurinn stundum ennþá til þorpsins við sjóinn: Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið.18 3. Þorpið Jú, jú. Það vilja allir tala um þetta blessaða „Þorp“.19 Jón úrVör hefur aldrei dregið dul á að ljóð- in í Þorpinu eru hans eigin endurminningar og umhverfið er raunverulegt: Bók þessi fjallar um uppvaxtarár mín og æsku, lífið og lífsbaráttuna í þorpinu [...] um venzlafólk mitt og aðra, sem voru mér á einhvern hátt nákomnir.20 Efninu þurfti að sníða stakk og sú flík varð heldur nýstárleg: Öll kvæðin voru óbundin og mörg prósakennd. Þegar bókin kom út litu ntenn einkum til Ijóðformsins og mörgum þótti illa vegið að íslensku rímhefðinni.21 Vissu- lega hafði áður verið ort „óbundið" á íslensku22 en hefð ríms og stuðla var engu að síður römm og rótgróin með þjóðinni. Mikilvæg nýjung er að þarna myndar íslensk þorpsmenning bak- grunn heillar Ijóðabókar. En þrátt fyrir „form- byltinguna“ og umhverfið stendur Þorpið býsna nærri hefðinni þegar allt kemur til alls: Ljóðin segja gjarna sögu, þau eru flest breið og útleitin, og framsetningin einkennist m.a. af einföldu myndmáli.23 Fyrirmyndir Jóns í þorpsskáldskapnum geta vart talist margar. Örn Arnarson hafði ort bundin ljóð úr svipuðu umhverfi en þó er af- staðan til efnisins önnur; hann ýkir og hæðist en Jón „sýnir“ hófstilltar og raunsæislegar rnyndir úr þorpslífinu.24 Um formið og áhrifa- valda segir Jón á einurn stað: [...] fyrir vestan var að vaxa upp ný tegund af íslending- um og ég var einn þeirra. Þetta voru þorpsmenn. Ég gat því ekki farið að yrkja eins og fyrirrennarar rnínir sem flestir voru uppaldir í sveitum og komnir á mölina og hörmuðu þau örlög að hafa ekki getað orðið bændur og dýrkað mold- ina [...] Til þess að tjá þessa nýju reynslu þorpsmanna þurfti annað form. Þessu hversdagslega lífi sem þarna var lifað hæfði ekki neitt málskrúð. Og þegar ég komst ungur tii út- landa og kynntist sænsku öreigaskáldunum sem voru alin upp við lík lífskjör sá ég að tjáningarform þeirra var bezt til þess fallið að gefa sanna mynd af æskuumhverfi mínu.25 Svo mörg voru þau orð. Menn hafa velt fyrir sér afstöðu Jóns úr Vör til veruleikans sem hann lýsir í Þorpinu. Áður hefur verið minnst á „pólitíkurleysið" en þó sterkan raunsæissvip þessara myndbrota og lýsinga úr þorpslífinu. Sumum hefur þó alls ekki þótt ljóðin raunsæ og jafnvel að framsetn- ingin nálgaðist upphafningu fátæktarinnar. í þann streng tekur Kristinn E.Andrésson: Að viðhorfi skáldsins og formi eru kvæðin rómantísk en ekki raunsæ. Það hvílir yfir þeim mildur, friðsæll blær [...] kreppan er liðin hjá, mesta fátæktin afmáð, Jón er kominn í fjarlægð frá átthögunum, yrkir meira að segja bókina í öðru landi [...]“ Sjálfur hefur Jón talað á þeim nótum að lýs- ingarnar í Þorpinu nái ekki að bera nema dauft endurskin af því eymdarástandi sem raunverulega ríkti á þessum árum27 en þó hef- ur eflaust aldrei hvarflað að honum að gera lítið úr baslinu og lífsbaráttunni sem þorps- búar háðu. Jón úr Vör hefur nokkra sérstöðu meðal „atómskáldanna“ svokölluðu. Hann var vissu- lega róttækur í forminu og brautryðjandi á því sviði en öfugt við samherja sína í skáldskapn- um og þá sem á eftir komu gerðist hann aldrei verulega „módernískur“ í hugmyndum eða beitingu myndmáls.28 Á Svíþjóðarárunum kynntist hann ljóðagerð af því tagi hjá sænsku „fimmtaáratugarskáldunum“ auk þess sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.