Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 61
61
Heimildir í heimildaleysi
Magnús Hauksson hefur fjallað um íslensk-
ar heimildabókmenntir eða dókúmentarisma.15
í athugun hans á rótum íslenskra heimilda-
skáldsagna skilgreinir hann bókmenntagrein-
ina þannig:
Dókúmentarískar bókmenntir lýsa „sannsögulegum við-
burðum með því að nota heimiklir beint, svo sem skjala-
gögn, vitnisburði, viðtöl o.s.frv." En fyrir utan þessi atriði er
ýmist lögð höfuðáhersla á formlega einkennisþætti eða það
hlutverk sem þær eru taldar eiga að gegna. Þegar áherslan er
á síðarnefnda atriðinu felur hugtakið í sér hugmyndafræði-
legan eða pólitískan merkingarþátt.16
Dókúmentarismi er jafnan skilgreindur út
frá formi skáldsögunnar og er þá miðað við að
efni hennar sé byggt á sögulegum heimildum
sem skipi mikilvægan sess í framsetningunni
og að allt myndi saman fagurfræðilega heild.
Þessi bókmenntagrein var endurvakin á sjö-
unda áratugnum í Skandinavíu og um sama
leyti spratt fram hefð sannsögunnar í Ameríku
(the non-fiction novel). Dókúmentarisminn
kom þá fram sem andóf gegn þeim módern-
ískubókmenntum sem sniðgengu félagslegan
veruleik. Dókúmentaristar vildu ljá bókmennt-
um aukið vægi í samfélagsumræðunni og snér-
ust því gegn því að þær afmörkuðu sér sérstak-
an sess þar fyrir utan. Listin ekki fyrir listina.Að
því leyti er dókúmentarismi viðbragð gegn
módernisma. Módernismi og dókúmentarismi
eiga það hins vegar sameiginlegt að vera and-
óf gegn sefjandi bókmenntum hvor á sinn
hátt. Módernismi með innbyggðum efa um
samband veruleika og texta en dókúmentar-
isminn með beinum tengslum verks við sann-
anlegan raunveruleika - veruleikaspeglunin er
hafin á æðra stig. Skáldsagnagrein þess dókúm-
entarisma sem skaut rótum vestanhafs hefur
verið nefnd „The nonfiction novel“.
í bók sinni The Mythopoeic Reality fjallar
Masud Zavarzadeh um upphaf og inntak þess-
arar bókmenntagreinar. Þar er um að ræða ný-
sköpun í amerískum frásagnarhætti sem bregst
við heimsmynd sem líkist skáldskap, er lyginni
líkust. Höfundur slíkrar sögu leitast meðvitað
við að vinna gegn heildstæðum skáldsögum (e.
totalizing novels), þar sem höfundar reyna að
túlka mannlega tilveru út frá yfírgripsmiklu
sjónarhorni og veita lesandanum sefjun. Hins
vegar er sagt frá þannig að túlkun söguhöfund-
ar er lágmörkuð eða henni útrýmt. Að mati
þessara höfunda grefur heimsmynd nútímans
undan öllum tilraunum til túlkunar og gerir
slíkar túlkanir tilfallandi (e. arbitrary) þannig
að á sama tíma geta þær verið réttar og fjar-
stæðukenndar. Úr slíku umhverfi spretta þess-
ar sögugerðir. Samkvæmt skilgreiningu Zavar-
zadeh er ljóst að þar er um sama fyrirbæri að
ræða og nefnt hefur verið dókúmentarismi og
dókúmentarískar skáldsögur í Evrópu. Til að-
greiningar nægir því að nefna þetta „ameríska
dókúmentarismann".
Zavarzadeh segir að í venjubundnum heild-
stæðum skáldsögum sé óreiða tilverunnar sett
fram sem skipuleg heild sem stjórnast af lög-
málum sem má skýra með skynsamlegum rök-
um. Með tilkomu sjónvarps og kvikmynda er
að vissu leyti grafið undan gildi venjulegra frá-
sagnarbókmennta því að þeir miðlar eru að
flestu leyti mikilvirkari frásagnarhættir og í
samanburði við þá virðist heildstæð skáldsaga
smætta og einfalda lífið og tilveruna. Halldór
Laxness tekur í sama streng í viðtali við Josef-
Herman Sauter árið 1977: „Kvikmyndin og
sjónvarpið eru það sem hefur rústað skáldsög-
una nú á dögurn. Það eru frásagnarmiðlar eins
og rithöfundurinn en þeir geta sagt frá hraðar
og skýrar. Þeir geta sagt alveg heila sögu.“17
Á árunum eftir seinni heimstyrjöldina hef-
ur raunveruleikinn orðið líkastur ýkjukennd-
um skáldskap í augum flestra. Hugmyndafræði-
legar mótsagnir, kjarnorkusprengjur, fáránleiki,
ofbeldi, hraði breytinga, her á íslandi, og fram-
farir blandnar ótrúlegum tækninýjungum er
einkenni nútímans svo að sérhverjum þeim
skáldsagnahöfundi, sem lystir að gera tilver-