Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 33

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 33
33 ef ekki á að verða eitthvert brottfall. Líkur munur er á mörgum eiginnöfnum og gælu- nöfnum þó ekki verði eingöngu nöfn sem erflð eru í framburði að gælunöfnum. Gælu- nafnamyndun virðist því ekki aðeins stafa af framburðarerfiðleikum heldur einnig af því hversu formleg nöfnin eru og þar af leiðandi ólíkt vinalegra og óformlegra að nota gælu- nöfn og það er þessi sami óformleiki sem sóst er eftir með myndun slangursins. Það er t.a.m. greinilegur munur á virðuleika þess að segja lögga eða 1 ögregla og á sama hátt Sigga eða Sigríður. 3. Fyrri skrif um efnið og greinargerð um dæmasöfnun Þó fremur lítið hafi verið skrifað um íslensk gælunöfn eru til nokkrar greinar um efnið. Finnur Jónsson flokkar gælunöfn eftir myndun í grein sinni Islandske kælenavne (1920). í flokkun sinni skoðar hann hvort gælunöfn eru mynduð af fyrri hluta eða síðari hluta nafns og hvaða viðskeyti þau fá. Guðmundur Finnbogason segist í grein sinni frá 1926 hafa safnað saman öllum þeirn gælunöfnum sem hann fann í Orðabók Sigfús- ar Blöndals og bætt auk þess við nokkrum sjálfur. Hann gerir ráð fyrir fimm flokkum myndana gælunafna, bæði af karlmanns- og kvenmannsnöfnum. Hann gerir ekki greinar- mun á því hvort þau eru mynduð af fyrri eða síðari hluta nafns en tekur hins vegar tillit til þess hvort hljóðbreytingar verða á stofni eða ekki (1926:107-108). Sá listi sem unnið var úr hér inniheldur þau nöfn sem Guðmundur safnaði. Nýlegasta umíjöllunin um gælunöfn er greinargerð um þau í formála Guðrúnar Kvar- an að bókinni Nöfn íslendinga eítir Guðriinu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni (1991). Þar er greint frá nokkrum þeim heim- ildum sem til eru um gælunöfn. Þar á meðal er nafnatal Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá 18. öld sem inniheldur lista með stuttnefnum og þeim nöfnum sem þau eru mynduð af. Sá heil- legasti (varðveittur í handritinuAM 432 fol) er prentaður þar í fyrsta sinn og var hann allur tekinn upp og bætt í listann sem unnið var svo með. Auk þessa má nefna stutta grein sem nefn- ist „Stuttnefni og gælunöfn“ og birtist í Heim- ili og skóla árið 1956. Þar er greint frá athug- un sem fór fram á stuttnefnum og gælunöfn- um í Barnaskóla Akureyrar en engin flokkun gerð heldur eru gælunöfnin talin upp án þess að nefnt sé af hvaða nöfnuni þau séu rnynduð eða hvaða breytingar hafi orðið við myndun- ina. Þar af leiðandi er lítið á þeirri upptalningu að græða annað en að hægt er að sjá hvaða við- skeyti voru notuð í myndun gælunafna í kring- um 1950 og á þann hátt reynist hún mjög gagnleg. Til að mynda kemur myndun gælu- nafna með -í hvorki fram í lista Jóns frá Grunnavík né Guðmundar Finnbogasonar, en í greininni Stuttnefni og gœlunöfn er hins veg- ar þó nokkuð um slíkar myndanir, t.d.Addí Talsvert fór að bera á myndunum kven- kynsnafna með -ó og -í á 4. áratugnum og þóttu mörgum þau ekki falleg og ekki hæfa málinu, m.a. kallaði Halldór Laxness þessa gerð gælu- nafna „hin herfilegustu orðskrípi" sem færu í bága við íslenskt málfar og menntaðan smekk, í grein sem nefnist Ónöfn og var birt árið 1939 (Halldór Laxness 1942:403). Þetta hefur þó ekki borið tilætlaðan árangur því þessi gælu- nöfn, sérstaklega þau sem hafa viðskeytið -í, lifa enn góðu lífi í málinu. Á síðustu áratugum hefur aukist að í stað -í sé nú ritað -ý (Guðrún Kvaran 1991: 51) og eru þau gælunöfn öllu fleiri á listanum en þau sem mynduð eru með -í. Auk þess að taka upp lista Guðmundar Finnbogasonar og Jóns Ólafssonar frá Grunna- vík, bætti ég við nöfnum sem ég sjálf þekki og aðrir bentu mér á. Endalaust er hægt að bæta við og eflaust getur hver sem skoðar listann eða les þessa grein bætt við nokkrum (ef ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.