Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 77

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 77
77 ar. Eðli farfugla er þannig að þá íysir að fljúga norður á bóginn til þess að para sig og ala upp afkvæmi sín. Síðan þegar haustar þá grípur þá eðlishvötin að taka sig upp og fljúga suður á bóginn. Á sumrin eru álftirnar í sárum og geta ekki flogið svo að þegar flugfjaðrirnar eru vaxnar aftur eru umskiptin mjög dramatísk. Þær breiða allt í einu úr stórum vængjum sín- um og svífa til himins. Þeir sem ekki geta flog- ið sitja þá eftir og geta ekki annað en beðið eftir að vorið færi þeim farfuglana aftur. Það er aðeins í þeirri útgáfu af svanameyja- minninu, sem fram kemur í Völundarkviðu, að talað er um þrjá bræður sem giftast þremur svanameyjum (um Friederich von Schwaben var rætt hér að framan).Yfírleitt er aðeins um einn mann að ræða í þessum sögum en meyj- arnar eru oftast þrjár þótt þær geti verið fleiri. Hægt er að ímynda sér að þessi breyting hafi verið gerð til þess að tengja minnin saman. Með því að hafa fleiri en eitt hjónaband var hægt að hafa hefðbundin viðbrögð við brott- hvarfi eiginkvennanna og líka að láta Völund sitja eftir einan heima í Úlfdölum. Þannig var hægt að halda sögunni áfram. Áður en svana- meyjarnar urðu hluti af sögunni voru til sagnir um Egil, Ölrúnu og Völund bróður hans. Til dærnis er Egill persóna í Velents þætti í Þiðreks sögu af Bern og aðstoðar þar bróður sinn við að flýja úr fangavistinni hjá Níðaði konungi. í kviðunni verður Ölrún að svanamey og bræð- urnir verða þrír. Hvergi annars staðar er að finna heimildir um Slagfinn eða Slagfiðr, eins og hann er sums staðar nefndur. Með því að hafa hjónaböndin þrjú er mynduð þrenning sem aðlagar sögnina mynstri þjóðsögunnar. Formleg bygging þjóðsögunnar felst í þrítekn- ingu atburða. Þrítekningin fæst með því að sleppa öllum staðreyndum og skapa þriðja bróðurinn. Með breytingunni er næsta auðvelt að tengja þessi tvo minni saman. Egill og Slag- finnur bregðast við samkvæmt hefðinni með því að halda af stað til leitar en Völundur verð- ur einn eftir og er því auðveld bráð fyrir menn Níðaðar. Lokaorð Spurningin sem rétt er að spyrja sig að lok- um er sú hvers vegna sá sem fyrir löngu setti saman þetta kvæði fann upp á því að skeyta austurlensku ævintýri faman við kvæði um smið. Áður hefur verið minnst á þá skoðun að þetta sé í raun allt sama sagan en þær heimild- ir sem liggja fyrir um smiðinn, sem norrænir menn nefna Völund, benda til þess að í þessu kvæði hafi verið bætt framan við hana atriðum. Þeir sem skoðað hafa formlega þætti kvæðisins eru núorðið á einu máli um það að hér sé um eitt kvæði að ræða. Þannig að af einhverri ástæðu fjalla þessi erindi um suðrænar meyjar sem koma fljúgandi til hins kalda norðurs þar sem menn ferðast á skíðum og veiða birni. Ein ástæða getur verið sú að með því að sýna ást og trúnað Völundar til konu sinnar skapast andstæða við heift hans og þau grimmdarverk sem hann fremur á börnum Níðaðar konungs síðar í kvæðinu. Þegar hann er að hálshöggva konungssynina glatar hann ekki samúð lesand- ans því hann hefur það sér til málsbóta að les- andinn hefur áður kynnst honum sem rnanni er ann konu sinni heitt og bíður hennar af tryggð og þolinmæði. Ástarsælan í upphafi kvæðisins skapar því sterka andstæðu við grimmdina í síðari hlutanum. Fyrsti hlutinn er því nauðsynleg undirstaða skilnings lesandans á Völundi sem manni sem ásköpuð eru þung- bær örlög. Heimildaskrá Dronke, Ursula. 1997. The Poetic Edda.\o\. II Mythological Poems. Eddukvceði. 1968. Ólafur Briem annaðist útgáfuna. Einar Ól. Sveinsson. 1962. fs/enskar bókmenntir ífornöld I Gunnlaugs saga Ormstungu. 1938. íslensk fornrit III. Sig- urður Nordal og Guðni Jónsson gáfu út. Haraldur Bessason. 1985. „Urn Völundarkviðu." Tímarit Máls og menningar 46:1, s. 46-57. Holmström, Helge. 1919- Studier över svanjungfrumotivet i Völundarkvida och anorstaders. Holtsmark, Anne. „Svanem0yer.“ Kulturhistorisk leksikon 17:455-457
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.