Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 70
70
að þetta verði mögulegt; spurningin er ekki
hvort, heldur hvenær.
En þó er einn hængur á. Til að þetta sé
mögulegt þurfa að liggja fyrir geysimiklar, fjöl-
breyttar og nákvæmar upplýsingar um tungu-
málið, og þær þarf að setja upp í ákveðið kerfí,
til að forritin geti byggt greiningu sína á þeim.
Talgreining byggist t.d. á mjög ítarlegri grein-
ingu á málhljóðum og hljóðkerfi þess tungu-
máls sem verið er að greina.Til að hægt sé að
túlka það sem sagt er þurfa auk þess að vera
fyrir hendi hvers kyns upplýsingar um beyg-
ingu, orðmyndun og setningagerð tungumáls-
ins, auk mjög stórs og ítarlegs orðasafns þar
sem geymdar eru hvers kyns upplýsingar um
merkingu og notkun orðanna. Það þarf vart að
taka fram að ekkert af þessu er til fyrir íslensku
- varla einu sinni vísir að því. Það bendir því
fátt til þess að íslenska verði gjaldgengt tungu-
mál á þessu sviði. íslendingar verða áfram að
láta sér lynda að nota ensku í samskiptum við
tölvur - en ekki bara tölvur, heldur fleiri og
fleiri tæki og tól sem þeir nota í daglegu lífi.
3. Tungutækni og
íslensk málrækt
Og þá er komið að þýðingu tungutækninn-
ar í íslenskri málrækt. Hér er nefnilega komin
upp splunkuný staða, sem ekki á sér hliðstæðu
fyrr í málsögunni. Það eru að koma til mikil-
vægir þættir í daglegu lífí venjulegs fólks þar
sem móðurmálið er ónothæft. Takið eftir að
þarna er þrennt sem spilar saman, og það
skapar hættuna. Um er að ræða mikilvæga
þætti, en ekki einhver aukaatriði; þessir þættir
snerta daglegt líf, en korna ekki bara fram ein-
stöku sinnum, við einhverjar sérstakar aðstæð-
ur; og þetta á við venjulegt fólk, allan almenn-
ing, en ekki eingöngu sérfræðinga á einhverju
þröngu sviði. Ég held að málið gæti varist sam-
spili tveggja þessara þátta, en þegar allir þrír
koma saman kann að vera hætta á ferðum. Þótt
einstöku stéttir, t.d. flugmenn, tali ensku eða
sletti ensku í daglegum störfum er það ekki
hættulegt; þar er bæði hópurinn og aðstæðurn-
ar takmarkandi.
Það er alþekkt að dauðastríð tungumála
hefst einmitt þegar aðstæður af þessu tagi
koma upp; þegar mál er ekki lengur nothæft
við allar aðstæður í hversdagslegu lífí almenn-
ings. Móðurmálið verður þá víkjandi, það er
aðeins hæft til heimabrúks en ekki til neinna
alvarlegra hluta. Við slíkar aðstæður hrekkur
jafnvel ríkulegur bókmenntaarfur og öflugt ný-
yrðastarf skammt; málið á sér ekki viðreisnar
von, og hlýtur að hverfa á tiltölulega stuttum
tíma. Unga kynslóðin sér ekki lengur tilgang í
að læra málið, heldur leggur alla áherslu á að
tileinka sér erlent mál, enskuna væntanlega,
sem best. Ég er ekki að segja að íslenskt mál-
samfélag sé komið á þetta stig, en það gæti ver-
ið stutt í það. Ég held að breytingarnar á þessu
sviði hafi verið miklu örari nú allra síðustu ár
en menn gera sér grein fyrir.
Til að tungumál smáþjóða eins og íslend-
inga eigi einhverja lífsvon þurfa málræktar-
rnenn að gera sér grein fyrir hinum breyttu að-
stæðum, og upphugsa ráð til að bregðast við
þeim. Stjórnmálamenn verða að átta sig á að
það kostar peninga að verja lítil málsamfélög,
og gera það upp við sig hversu miklu fé þeir
vilja verja til að vernda tungumálið. Að sjálf-
sögðu er hægt að útbúa sams konar gagnasöfn
fyrir lítil tungumál og stór - ef nægilegt fé er
fyrir hendi. En hér er ekki um neinar smáupp-
hæðir að ræða - sumir hafa nefnt þrjá milljarða.
Hversu raunhæft sem það er, þá er ljóst að
kostnaðurinn er mikill, og alls óvíst hvort
stjórnvöld sjá sér fært að veita nægilegt fé í
þróunarstarf á þessu sviði.
4. Tungutækni í íslensku-
náminu
En það vantar ekki bara peninga, heldur
líka fólk, eins og ég benti á í grein í afmælis-
blaði Mímis haustið 1996: