Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 32
32
sama skapi nokkuð af einfaldleika þeirra; þau
eru jafnan tvíkvæð og veik beyging er algeng-
ust, þar sem þau enda yfirleitt á -a eða -i (#X-
a#, #X-i#). Veika beygingin er fyrirsegjanleg;
það gerir hana einfalda og þá Iíklega ómarkaða
þar sem ómarkað er það gildi sem hefur víðast
notkunarsvið og er hlutlausast (Eiríkur Rögn-
valdsson 1990:72).
Þó oft séu gælunöfn nefnd stuttnefni þar
sem gælunafn er gjarnan styttra en eiginnafnið
sem það er myndað af gefur það ekki alltaf
rétta mynd þar sem gælunafnið getur stundum
orðið lengra en eiginnafnið. Til dæmis má
nefna öll þau tilvik þar sem gælunöfn eru
mynduð af einkvæðum nöfnum eins og Jón,
Geir, Páll, Björn, Björg, Sjöfn og Hlín, svo ein-
hver séu nefnd.
Þegar einkvæðu nöfnin eru notuð er líkt og
eitthvað vanti á að þau séu heil og ef um er að
ræða seinna nafn renna nöfnin tvö oftar en
ekki saman í eina hljóðkerfislega heild t.á.Jón
Geir jjoup|eir], þar sem nefhljóðið (n) samlag-
ast framgómmælta lokhljóðinu (g [|J) hvað
myndunarstað varðar.
Hér virðist stuttleikinn ekki skipta höfuð-
máli heldur fremur það að nöfnin verði tví-
kvæð og áherslumynstrið verði hnígandi tvílið-
ur (sterkt - veikt). Þar sem þau gælunöfn sem
til verða með styttingu eiginnafns verða einnig
tvíkvæð' og hafa sams konar áherslumynstur
er hugsanlegt að álykta sem svo að jiar sé kom-
ið einfaldara eða öllu heldur eðlilegra áherslu-
mynstur en það sem getur falist í einkvæðum
orðum. Niðurstöður Kristjáns Árnasonar
(1983) um áherslumynstur orða fela m.a. í sér
að á eftir fyrsta atkvæðinu sem er sterkt skipt-
ist á veik og sterk atkvæði og lýsir hann hrynj-
andi ein- til ferkvæðra orða með formúlunni
S(v(s(v))) þar sem S táknar aðaláherslu, s auka-
áherslu og v áhersluleysi (1983:57). Hann talar
jafnframt um að einkvæð orð hafi tóm (0) at-
kvæði í stöðu veikra atkvæða, þ.e. næst á eftir
orðinu og ef slík orð séu sett saman í eitt geti
síðari hluti samsetningarinnar fyllt stöðu tóma
atkvæðisins. Þannig fái samsett orð eins og
jfinghús sem er sett saman úr tveimur atkvæð-
um sem eru upphaflega bæði sterk, þing-0 +
bús-0, yfirleitt áherslumynstrið Sv (1983:73-
74). Það að gera ráð íyrir tómu atkvæði á eftir
sterku virðist gefa til kynna að eitthvað vanti til
að orðið hafi rétta hrynjandi og að í samsetn-
ingum sem þessum lagi orðið sig að henni. Það
sama má þá segja að gerist í myndun gælu-
nafna af einkvæðum nöfnum; myndunin fyllir
tóma básinn og gælunafnið verður tvíkvætt.
Myndun gælunafna virðist eiga sér hlið-
stæðu í hluta þeirrar íjölbreyttu orðmyndunar
sem felst í slangri. Þetta kemur fram hjá Sigurði
Jónssyni (1984) í grein hans, Af bassistum og
kontóristum, þar sem hann skoðar muninn á
lærðri eða meðvitaðri orðmyndun annars veg-
ar og virkri orðmyndun hins vegar.Til að skoða
virka orðmyndun notar hann Slangurorðabók
Marðar Árnasonar, Svavars Sigmundssonar og
Örnólfs Thorssonar (1982) og Hagfrœðiorða-
safn' til að fá dæmi um lærða orðmyndun.
Fram kernur að ákveðinni tegund orðmyndun-
ar í Slangurorðabókinni svipar til myndunar
gælunafna og tekur Sigurður Jónsson dæmi
um það: Chevrolet - lettijábjáni - fabbi, fabbí,
fábbi, lögregla - lögga, álkóbólisti - alki, klof
- klobbi, kokkur - kokksi, sjónvarp - sjónki
(1984:160-161). í þessari virku orðmyndun
má sjá ýmis einkenni myndunar gælunafna,
svo sem tvöföldun samhljóðs t.d. í fábjáni -
fabbi (hliðstætt við Snœbjörn - Snabbí), og
jafnframt lokhljóðun sé um að ræða önghljóð
sem ekki er hægt að lengja s.s. í lögregla -
lögga (hliðstætt við Sigríður - Sigga) og sömu
tengsl eru milli stuttra önghljóða ([f/v]) og
langs lokhljóðs ([þ]) í klof- klobbi og í Stefán
- Stebbi.
Á sama hátt og í gælunöfnunum skiptir það
máli hversu erfitt orð er í framburði, þó það sé
ekki endilega forsenda fyrir mynduninni. Það
er t.d. mikill munur á einfaldleika framburðar á
orðinu lögga og því að bera fram orðið sjálft,
lögregla.Tú að bera frarn öll hljóðin í orðinu
lögregla þarf afar skýran og hægan framburð
og þess vegna er í því fólgin talsverð fyrirhöfn