Mímir - 01.06.1998, Side 29

Mímir - 01.06.1998, Side 29
29 Leika Míms sýnir er alltaf lesið leika Míms synir. í Konungsbók stendur mims synir og er punktur yfír y-inu. Það má hæglega lesa Mims sýnir, rétt eins og gygiar - gýgjar (41. vísu), syndist - sýndist (33- vísu) , snyz - snýst (47. vísu) o.fl. Ekkert er vitað um syni Mímis. Sigurður Nordal telur að þeir séu jötnar, MuIIenhoff heldur að þeir séu ár og lækir, Ursula Dronke vill, af einhverjum ástæðum, meina að Mímir sé hér Heimdallur og synir hans séu menn! Allt er þetta afar vafasamt. Ef lesið er sýnir í stað synir þarf enginn að velkjast í vafa um merkinguna. Sýnir Mímis birtast honum þar sem hann drekkur í sig visku, hann leitar allra ráða til að koma goðun- um til bjargar. Leika merkir þá að sýnirnar birt- ist, leiki um. Að lokum Við teljum það skyldu okkar að benda gagnrýnum lesendum Mímis á það sjáifgefna skáldaleyfi sem skýrendur eddukvæða hafa löngum tekið sér. Ætlun okkar er þó ekki að gera lítið úr rannsóknum meistaranna sem vissulega hafa mikið til síns máls.Við viljum aðeins benda á að í torræðum texta, eins og Völuspá, er lausn- ina yfirleitt að finna í textanum sjálfum frekar en mögulegum texta. Rit sem vitnað er í: Dronke, Ursula. 1997. The Poetic Edda II - Mythological Poems. Clarendon Press. Oxford. Ólafur M. Ólafsson. 1965. Völuspá Konungsbókar. (Sérprent úr Árbók Landsbókasafns.) Reykjavík. Sigurður Nordal. 1952. Völuspá. Helgafeil. Reykjavík. Snorri Sturluson. 1950. P.ddci.jón Helgason og Anne Holts- mark sáu um útgáfuna. (Nordisk fi/ologi - ritröð A, I. bindi.) Ejnar Munksgaard. Kaupmannahöfn; Dreyers forlag. Osló; Svenska bok- förlaget. Norstedts/Stokkhólmi.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.