Mímir - 01.06.1998, Síða 26

Mímir - 01.06.1998, Síða 26
26 Guðmundur Pálsson og Bragi V. Skúlason Örfáar leiðréttingar og athuga- semdir við fjölmargar leiðréttin- gar og athugasemdir við Völuspá Síðastliðinn vetur unnu greinarhöfundar að BA-verkefninu „Yöluspá á margmiðlunar- formi“. Leiðbeinendur voru Njörður P. Njarð- vík og Eiríkur Rögnvaldsson. Er þetta í fyrsta sinn sem námsritgerð er unnin á þessu formi við Heimspekideild Háskóla fslands og þó víð- ar væri leitað. Stefnt var að því að útbúa ítarlega útgáfu Völuspár sem mætti nýta jafnt við kennslu sem og almennar rannsóknir á kvæðinu. Verkefnið nýtist öllurn sem áhuga hafa á fornum kveð- skap, allt frá þeim sem aðeins vilja lesa kvæðið og til þeirra sem vilja rýna í mismunandi ies- hætti handritanna. Allar upplýsingar eru á einurn stað, að- gengilegar og einfaldar í meðförum.Texta Kon- ungsbókar Eddukvæða er fylgt eins og kostur er, og nútímaútgáfa kvæðisins unnin upp úr handriti hennar. Einnig eru samræmdir textar Konungsbókar og Hauksbókar birtir. Útgáfur ýrnissa fræðimanna eru hafðar til hliðsjónar við gerð efnis- og orðskýringa. Reynt er að gera grein fyrir öllum vafaatriðum og skýra kvæðið út frá textanum sjálfum, með tilliti til goðsagna og kenninga fræðimanna. Stafréttur texti bæði Konungsbókar og Hauksbókar er birtur sam- kvæmt handritum, eins nákvæmlega og unnt er. Hægt er að hafa hann til hliðsjónar bæði samræmdum texta og nútímatexta. Margt fleira má nefna, t.d. goðafræði sem tengist Völuspá, umfangsmikla ritaskrá og stuttar rit- gerðir um byggingu og efni kvæðisins. Upphaflega var hugmyndin sú að taka fyrir sem flest eddukvæði, en fljótlega var þó Ijóst að eitt kvæði var feykinóg ef því átti að gera fullnægjandi skil. íslenskuskor þurfti nokkurn umhugsunarfrest en fyrir tilstilli góðra manna, sérstaklega Njarðar P. Njarðvík og Eiríks Rögn- valdssonar, og framsýni íslenskuskorar fékkst verkefnið samþykkt. Við hófum leikinn í Þjóðarbókhlöðu og tæmdum ófáar hillur af eddufróðleik. Þá sóttum við Netscape communicator 4.0 á netið, lærðum á tölvu og hituðum kaffí. Hvað er Völuspá? Völuspá lýsir heimsmynd heiðins siðar og setur hana í samhengi. Kvæðið er heimsmynd- ar- og heimslokakvæði þar sem ýmsar goð- sagnir eru fléttaðar saman í eina röklega heild. ÍVöluspá er rnikið lagt upp úr almennu sið- ferði þar sem spilling goða og manna verður heiminum að falli. Þessi mikla áhersla á sið- ferði hefur vakið spurningar um kristin áhrif í kvæðinu. Það er talið samið um svipað leyti og kristni er tekin á íslandi. Höfundur er því varla ósnortinn af hugmyndum hins nýja siðar og kvæðið jafnvel samið til varnar heiðnum sið. Kvæðið er ort undir fornyrðislagi og samið af mikilli þekkingu á goðafræði. Bygging kvæð- isins er þaulhugsuð og unnið er listilega úr hinu viðamikla efni þess. Völuspá er varðveitt í tveimur aðalhandrit- um: Konungsbók Eddukvæða og Hauksbók. Einnig eru hlutar kvæðisins varðveittir í hand-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.