Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 8
8
1.2. Stuðlun hv-:h- og hv-:k-
eftir 1800
Skáldin Hjálmar Jónsson (1796-1875),
Guðný Jónsdóttir (1804-1836) og Jónas Hall-
grímsson (1807-1845) stuðla öll hv-:k-. Þau
ólust öll upp í námunda við Eyjafjörð í upphafi
19- aldar. Það ætti því að vera ljóst að í upphafi
19- aldar hafi breytingin á framburði hv- þegar
átt sér stað að miklu leyti á Norðurlandi.
Guðný Jónsdóttir stuðlar hv- bæði við h- og
k- (sbr. Eystein Sigurðsson 1986:10). í kvæðinu
Endurminningin er svo glögg koma báðar
stuðlasetningarnar fyrir. Á einum stað í kvæð-
inu segir: yfir hvurn blett og hvurt eitt svið, /
hinumegin við sólskinið. Síðar í kvæðinu seg-
ir: hvur af öðrum nær kvöldi þó - / hv'úá í
svefninum drottinn bjó.
Líkt og Guðný stuðlar Bólu-Hjálmar hv-
bæði við h- og k- og hefur hann gengið út frá
því að hvort tveggja væri leyft í skáldskap. Ey-
steinn Sigurðsson nefnir þrjú dæmi þar sem
hv- stuðlar á ntóti k- og eru þau öll úr kvæðum
frá æskuárum Hjálmars (1986:14). Það sýnir
fram á að kv-framburðurinn hefur verið orðinn
útbreiddur snemma á 19- öld.
Annað 19. aldar skáld sem hjá er að finna
misræmi í stuðlun hv- á móti h- og k- er Jónas
Hallgrímsson (sbr. Eystein Sigurðsson 1986:
17-18). Hann stuðlar þó örsjaldan hv- á móti
k-. Dæmi um stuðlasetningu af því tagi er til að
mynda að finna í Strandsetunni: Sálin mín
hvikula, kæra! / Þú kviöir sí og æ ...
Skáldin virðast reyna að halda sig við að
stuðla hv- á móti h- en í þeirn tilfellum þar sem
hv- stuðlar á móti k- getur til dæmis verið um
stílbragð að ræða eða að skáldin hafi gleymt
sér vegna framburðar síns.
Eitt okkar merkasta tuttugustu aldar skáld,
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964),
virðist einungis hafa stuðlað hv- á móti k-.Auk
dæmisins sem Eysteinn Sigurðsson nefnir
mætti nefna að í kvæðinu Hún syngur segir:
þó hvítu seglin Jtín hveríi / út í kolsvarta nótt.
/ Söngur bláu nunnanna kemur það tvisvar
fyrir að hann stuðlar hv- á móti k-.
Annað tuttugustu aldar skáld sem virðist
hafa stuðlað hv- á móti k- er Jóhann Sigurjóns-
son (1880-1919). Síðasta erindið í kvæðinu
Gröfmín og vagga er á þessa leið: Ég kalla eft-
ir svari, Jtín kvöldrauðu fjöll, / jiínar ó?;össu og
blóðugu rándýrstennur, / ógna mér þögul. / Ha
- ha. - Er þetta svarið? Aftur á móti virðist til
dæmis Jóhannes úr Kötlum (1899-1972) hafa
stuðlað hv- á móti h- eins og sjá má meðal ann-
ars í kvæðinu íslendingaljóð: 7/i’ísIað var um
hulduland / Mnzt í vestanblænum ...
1.3 Hvar víkur hv-framburður
fyrir kv-framburði?
Það sést glögglega í handritum og stuðla-
setningum Ijóða að hv-framburðurinn er eldri
en kv-framburður. Björn K. Þórólfsson taldi að
breytingin hv->kv- væri upprunin í Skagafirði
(1925:24). Hann notar texta eftir Hallgrím Pét-
ursson og Guðmund Andrésson sem elstu
dærnin um kv-framburðinn. Björn segir jtá
báða vera Skagfirðinga og þar af leiðandi telur
hann breytinguna hafa hafist í Skagafirði. Jón
Helgason segir Guðmund Andrésson aftur á
móti vera frá Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu
en að Guðmundur hafi gengið í skóla að Hól-
um í Hjaltadal og því muni hann hafa þekkt
framburðinn ef hann var til í Skagafirði á þeim
tíma er hann var uppi (1927:92).
Gunnar Karlsson telur líklegast að breyt-
ingin hafi kornið upp á tiltölulega litlu svæði
og síðan hafi hún breiðst út til beggja hliða
(1965:26). Elstu dæmin benda á tvö svæði sem
upprunastaði kv-framburðar, þ.e. Barðaströnd
og Skagafjörð. Jafnframt telur Gunnar yngri
dæmin styðja tilgátuna urn norðlenskan upp-
runa fremur en breiðfirskan (1965:36). Til
dæmis voru Bólu-Hjálmar, Guðný Jónsdóttir og
Jónas Hallgrímsson öll uppalin á Eyjafjarðar-
svæðinu. Flest dærnin í kafla 1.1 sem sýna rugl-
ing á hv- og kv- fyrir 1800 eru að norðan og