Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 8

Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 8
8 1.2. Stuðlun hv-:h- og hv-:k- eftir 1800 Skáldin Hjálmar Jónsson (1796-1875), Guðný Jónsdóttir (1804-1836) og Jónas Hall- grímsson (1807-1845) stuðla öll hv-:k-. Þau ólust öll upp í námunda við Eyjafjörð í upphafi 19- aldar. Það ætti því að vera ljóst að í upphafi 19- aldar hafi breytingin á framburði hv- þegar átt sér stað að miklu leyti á Norðurlandi. Guðný Jónsdóttir stuðlar hv- bæði við h- og k- (sbr. Eystein Sigurðsson 1986:10). í kvæðinu Endurminningin er svo glögg koma báðar stuðlasetningarnar fyrir. Á einum stað í kvæð- inu segir: yfir hvurn blett og hvurt eitt svið, / hinumegin við sólskinið. Síðar í kvæðinu seg- ir: hvur af öðrum nær kvöldi þó - / hv'úá í svefninum drottinn bjó. Líkt og Guðný stuðlar Bólu-Hjálmar hv- bæði við h- og k- og hefur hann gengið út frá því að hvort tveggja væri leyft í skáldskap. Ey- steinn Sigurðsson nefnir þrjú dæmi þar sem hv- stuðlar á ntóti k- og eru þau öll úr kvæðum frá æskuárum Hjálmars (1986:14). Það sýnir fram á að kv-framburðurinn hefur verið orðinn útbreiddur snemma á 19- öld. Annað 19. aldar skáld sem hjá er að finna misræmi í stuðlun hv- á móti h- og k- er Jónas Hallgrímsson (sbr. Eystein Sigurðsson 1986: 17-18). Hann stuðlar þó örsjaldan hv- á móti k-. Dæmi um stuðlasetningu af því tagi er til að mynda að finna í Strandsetunni: Sálin mín hvikula, kæra! / Þú kviöir sí og æ ... Skáldin virðast reyna að halda sig við að stuðla hv- á móti h- en í þeirn tilfellum þar sem hv- stuðlar á móti k- getur til dæmis verið um stílbragð að ræða eða að skáldin hafi gleymt sér vegna framburðar síns. Eitt okkar merkasta tuttugustu aldar skáld, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964), virðist einungis hafa stuðlað hv- á móti k-.Auk dæmisins sem Eysteinn Sigurðsson nefnir mætti nefna að í kvæðinu Hún syngur segir: þó hvítu seglin Jtín hveríi / út í kolsvarta nótt. / Söngur bláu nunnanna kemur það tvisvar fyrir að hann stuðlar hv- á móti k-. Annað tuttugustu aldar skáld sem virðist hafa stuðlað hv- á móti k- er Jóhann Sigurjóns- son (1880-1919). Síðasta erindið í kvæðinu Gröfmín og vagga er á þessa leið: Ég kalla eft- ir svari, Jtín kvöldrauðu fjöll, / jiínar ó?;össu og blóðugu rándýrstennur, / ógna mér þögul. / Ha - ha. - Er þetta svarið? Aftur á móti virðist til dæmis Jóhannes úr Kötlum (1899-1972) hafa stuðlað hv- á móti h- eins og sjá má meðal ann- ars í kvæðinu íslendingaljóð: 7/i’ísIað var um hulduland / Mnzt í vestanblænum ... 1.3 Hvar víkur hv-framburður fyrir kv-framburði? Það sést glögglega í handritum og stuðla- setningum Ijóða að hv-framburðurinn er eldri en kv-framburður. Björn K. Þórólfsson taldi að breytingin hv->kv- væri upprunin í Skagafirði (1925:24). Hann notar texta eftir Hallgrím Pét- ursson og Guðmund Andrésson sem elstu dærnin um kv-framburðinn. Björn segir jtá báða vera Skagfirðinga og þar af leiðandi telur hann breytinguna hafa hafist í Skagafirði. Jón Helgason segir Guðmund Andrésson aftur á móti vera frá Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu en að Guðmundur hafi gengið í skóla að Hól- um í Hjaltadal og því muni hann hafa þekkt framburðinn ef hann var til í Skagafirði á þeim tíma er hann var uppi (1927:92). Gunnar Karlsson telur líklegast að breyt- ingin hafi kornið upp á tiltölulega litlu svæði og síðan hafi hún breiðst út til beggja hliða (1965:26). Elstu dæmin benda á tvö svæði sem upprunastaði kv-framburðar, þ.e. Barðaströnd og Skagafjörð. Jafnframt telur Gunnar yngri dæmin styðja tilgátuna urn norðlenskan upp- runa fremur en breiðfirskan (1965:36). Til dæmis voru Bólu-Hjálmar, Guðný Jónsdóttir og Jónas Hallgrímsson öll uppalin á Eyjafjarðar- svæðinu. Flest dærnin í kafla 1.1 sem sýna rugl- ing á hv- og kv- fyrir 1800 eru að norðan og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.