Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 60
60
Hann kallar sig Godman Syngman. Hann hefur
komið þar í sveit til að nota frumafl og sam-
band jökulsins við „mjólkurhríngana“ til að
lífga upp Úu sem var kona Jóns en fór á brott
með Munda Mundasyni, eins og Jón kallar
hann, fyrir tugum ára. Godman deyr en stór-
undarlegir aðstoðarmenn hans ætla að halda
áfram með lífmögnun samkvæmt áætlun. Umbi
neyðir sr. Jón til að jarðsyngja Godman. Um
kvöldið koma menn með dularfulla kistu ofan
af jöklinum og búast til að vekja innihaldið,
risavaxinn lax, til lífsins. Þegar lífmögnunin
nær hámarki birtist á vettvangi kona nokkur
sem reynist vera margnefnd Úa. Umbi hefur
rannsókn á henni en fær ekki áreiðanlegar
upplýsingar um hana. Umbi heillast af þessari
konu og eiga þau ástarfund. Hann býðst til að
fara með henni á heimsenda og vera með
henni að eilífu og hún býður honum upp í
ágætan Imperial sem þar stendur. Hún ekur
með hann á sinn gamla bæ, skilur hann eftir
fyrir utan en fer sjálf inn til að baka brauð.
Umbi fyllist skelfingu í myrkrinu og hleypst á
brott. Enginn veit hver örlög hans eru.
Hér hefur verið stiklað á stóru en það sem
skiptir mestu máli fyrir þessa ritgerð, og hefur
varla verið nefnt, er verðandi sögunnar. Skrá-
setning textans og miðlun. Sagan hefst sem
skýrsla Umba en gagnrýnendur eru ekki sam-
mála um það hvernig hún endar. Þegar Umbi
hefur sogast inn í iðu atburðanna undir Jökli
virðist skýrslan smám saman fjara út.
Sagan er augljóslega afar meðvituð um eig-
in verðandi og kristallast það ef til vill í því
hversu margar tilvitnanir úr henni eru jafnan
teknar upp í skrifum um hana. Meginefni sög-
unnar er tilurð hennar sjálfrar; upptaka stað-
reynda og niðurskipan þeirra. í aðra röndina
bítur sagan í skott sér en í hina er lesandinn
skilinn eftir í lausu lofti. Sögumaðurinn er svo
veigamikill þáttur í sögunni að þegar hann
hverfur af sjónarsviðinu er lesandinn skilinn
eftir í þokunni hvað varðar skilning á þeim at-
burðum sem þá hafa gerst. Enginn endanleg
merking verksins er í sjónmáli í lokin.Vésteinn
Ólason sveiflast milli þriggja póla í afstöðu
sinni til verksins. Merkingarleysi verksins íyllir
hann reiði eða blindar honum sýn en snilld
þess er samt augljós. Vésteinn segir: „Sá sem
hér heldur á penna er stundum reiður við
Kristnihald undir Jökli og aðra daga finnst hon-
um það hulið þoku, en svo koma þessar stund-
ir í samveru við verkið sem valda því að dóm-
ur um það getur ekki orðið nema einn: ég tek
það gilt.“"
Rétt er að geta þess að Halldór Laxness
byrjaði að skrifa Kristnihaldið sem leikrit.
Njörður R Njarðvík segir í umfjöllun sinni um
nýjar íslenskar bókmenntir árin 1968-1970:
„Það er nærtækast að skilgreina skáldsöguna
Kristnihald undir Jökli sem framhald af leikrit-
un Laxness ekki síst þegar maður veit að hann
ætlaði upphaflega að skrifa leikrit um efni bók-
arinnar en ályktaði sem svo að skáldsagna-
forrnið hentaði því betur.“12
í grein sinni um Elalldór Laxness og íslend-
ingasögurnar segir Steingrímur J. Þorsteinsson
um Kristnihaldið : „Laxness hóf ritun verksins
sem Ieikrits en við samningu þess braust sögu-
maðurinn gegnum formið.“13
Halldór sjálfur orðar þetta þannig í viðtali:
„Bókin er þegar að nokkru leyti skrifuð sem
leikrit. Ef ég ætti að umskrifa hana í leikrits-
form, mundi það taka mig að minnsta kosti
þrjá til fjóra mánuði.“H Þótt skyldleiki Kristni-
haldsins við leikritagerð skáldsins verði næsta
augljós þegar bókin er opnuð er sú staðreynd
verð nokkurrar íhugunar að Halldór Laxness
finnur leið til að skrifa sig gegnum skáldsögu-
kreppu sína með því að leysa upp andstæður
forma leikrits og skáldsögu. Þessi staðreynd er
meira en lítið táknrænn hlekkur í þeirri sam-
fellu sem finna má í höfundarverki Halldórs
Laxness. Leikritagerð Halldórs Laxness sem
slík frelsar ekki skáldsagnaformið ein síns liðs
undan hinum andfúla Plús Ex. Hún verður hins
vegar leiðbeinandi fyrir skáldsögu sem byggir
á upplognum dókúmentarisma.