Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 54

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 54
54 Þannig skapar þversögnin í upphafi ákveð- na spennu og lesarinn hlýtur að vera á varð- bergi, hvernig sem hann leysir úr þversögn- inni. Dagný Kristjánsdóttir hefur bent á að Brekkukotsannáll sé írónísk bók.‘; Eins og mörg önnur verk Halldórs Laxness snýst Brekkukotsannáll að miklu leyti um hvað sé satt og hvað sé blekking - eða hvort eitthvað sé yfirhöfuð annað en blekking. Þannig virðist í Sjálfstæðu fólki sögð hetju- saga um landnámsmann íslands, sjálfstæðan mann sem hefur tekið þá stefnu í lífinu að standa einn og vera engum háður. En þessi sjálfstæði maður er í sögulok orðinn vinnu- maður háaldraðrar tengdamóður sinnar á kot- jörð hennar eftir að hafa sáð „í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt.“10 Heiti sögunnar virðist vera öfugmæli, sjálfstætt fólk er ekki til, að minnsta kosti í skilningi Bjarts bónda í Suntar- húsum. Hetjusaga Bjarts er smám sarnan afhjúpuð sem blekking í sögunni. Ég hef áður haldið því fram að þar gegni áðurnefnd tengdamóðir hans lykilhlutverki með því að syngja í öðrum takti þannig að hetjukviðan fer hreinlega af laginu, verður fölsk. Þetta nær hún að gera með því að vera sjálf ein allsherjar þversögn, virðist út úr heiminum en skilur þó heiminn, virðist blind en sér, er aðalpersóna í gervi aukaper- sónu, virðist höll úr heimi en lifir þó alla aðra af. Þetta þversagnareðli Hallberu gömlu hnikar merkingu hinnar skynsantlegu sögu um hinn sjálfstæða heiðarbónda - söguþráðs Gróðurs jarðar eftir Harnsun - og allt sent Hallbera seg- ir og gerir í sögunni grefur enn frekar undan þeirri hetjusögu um landnámsmann íslands sem Sjálfstætt fólk virtist vera.11 Fleiri persónur hafa þetta hlutverk í sögum Halldórs Laxness. Þversagnakenndar persónur skipta öllu máli við túlkun verkanna og raunar þversagnir almennt. Þær eru að minni hyggju meginaðferð skáldsins til að auka frelsi lesar- ans þar sem þær hafa þau áhrif að í stað einn- ar merkingar, einnar túlkunar, einnar lausnar, er óvissa og efi unt hvernig beri að túlka hverja sögu. í Sjálfstæðu fólki er þannig ótvírætt að goðsögnin um sjálfstæða heiðarbóndann er lífslygi og sjálfsblekking Bjarts. Á hinn bóginn er enginn stórisannleikur settur fram til mót- vægis. Lesarinn verður sjálfur að finna hann. í æsku talar Halldór Laxness um „paradoxa- list“ sína í bréfi til Einars Ólafs Sveinssonar.12 Þessi „paradoxalist“ skáldsins er tækni sem gerir kröfur til lesandans, leið til að fá hann til að hugsa í stað þess að troða upp á hann Sann- leik (með stóru s-i). Upphaf Brekkukotsannáls er ein birtingarmynd þessarar tækni, ræða Jóns Hreggviðssonar um hvort hann hafi drepið mann annað, hlutverk Hallberu gömlu í Urðar- seli í Sjálfstæðu fólki enn eitt. Þversögn er auð- vitað stílbragð og um notkun skáldsins á því hefur Þorleifur Hauksson fjallað í íslenskri stíl- fræði. Hann nefnir mörg dæmi um það hvern- ig hið háfleyga og lágkúrulega glíma í sögu skáldsins. Þegar höfundur hefur hafið sig í há- tinda kippir hann sér niður á jörðina með kald- hæðnurn hala sem er úr stíl við það sem á und- an fór og er einatt þversögn.13 En þversagnirnar í skáldverkum Halldórs Laxness eru ekki eingöngu stílbragð, ekki að- eins „paradoxalist" sem eins konar skreytilist. Þær ntynda kjarna skáldskaparins því að þær eru leið skáldsins til að segja satt á öld þar sem ekkert er satt lengur - eða eins og Halldór orð- ar það sjálfur í ellinni: „Fjarstæða er eingin til í lífinu nema sönn saga.“14 Þversagnirnar eru til vitnis unt átök merkingar og merkingarleysis, skiljanlegra drauma og óskiljanlegs veruleika þar sem engin rétt lausn er til, engin gáta sem höfundur skýrir í lokin, eins og Hercule Poirot í sögum Agöthu Christie. Lesandinn verður að freista þess að ráða gátuna án þess að vita hvort við henni sé svar. í reiðilestri Benjamíns H.J. Eiríkssonar um Halldór Laxness og upphaf Brekkukotsannáls er eitt orð enn sem hittir í mark. Það er orðið „tíska“ en Benjamín vill tengja Halldór Laxness við hana. Og það er hárrétt hjá honum. Orðið „tíska“ er náskylt orðinu „tíð“ og vísar þá til þess sem er í tengslum við samtímann, við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.