Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 72

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 72
72 Guðrún Þórðardóttir Svanameyjar í Völundarkviðu Inngangur í minni heimasveit eru svanir kallaðir álftapussur og á þá er sigað hundum þar sem þeir sitja á vorin á túnunum og rífa nýgræðing- inn upp með rótum. Þetta viðhorf hafa sjálf- sagt ekki aðrir en forstokkaðir bændur því flestir líta á svanina, með sitt hvíta fjaðraskraut, sem tákn hreinleika og fegurðar. Þessir stóru glæsilegu fuglar hafa tengst þjóðtrú og þjóð- sögum manna um allan heim um aldir. Varð- veist hafa ógrynni sagna og ævintýra þar sem svanurinn er í aðalhlutverki. Svanurinn er oftar en ekki prins eða prinsessa í álögum og niarga þrautina þurfa hetjur þessara sagna að ganga í gegnurn til að rjúfa þessi álög. Kvakandi svana- hópur í oddaflugi sem flýgur yfir á leið á fram- andi slóðir hefur því orðið mörgum mannin- um tilefni háleitra hugsana urn frelsi og útþrá. í þessari grein er ætlunin að fjalla um það sem lielst er vitað um eitt ákveðið rninni tengt þessum fuglurn, hvaðan það er ættað og hvern- ig það birtist í einu af eddukvæðunum, Völ- undarkviðu. Þetta minni kemur fram í þjóð- sögum og ævintýrum sem fínnast víða um heim, í margskonar menningarsamfélögum. í þessum sögum segir frá kvenverum sem geta verið hvort sem er konur eða álftir. Þegar þær eru í álftarham hegða þær sér eins og fuglar, synda á vötnum og fljúga um loftin blá. Ef þær þurfa á því að halda geta þær varpað af sér fuglshamnum og haga sér þá eins og venjuleg- ar konur. Flestar þeirra eru ekki á nokkurn hátt yfirnáttúrulegar nema að þessu eina leyti. í hvorum harnnum sem er lifa þær oftast eðli- legu fjölskyldulífi, eiga mann, börn og annað sem konurn er áhangandi í lífinu. í þessum sögum er söguþráðurinn yfírleitt á þessa lund: svanameyjar, oft þrjár en stund- um fleiri, koma fljúgandi og setjast á vatn. Þær fara úr álftarhamnum, leggja hann á vatnsbakk- ann og taka til við að baða sig. Maður kemur aðvífandi, stelur ham einnar konunnar, hún getur þá ekki flogið burt og á ekki annarra kosta völ en að giftast manninum. Maðurinn felur haminn en að nokkrum árum liðnum finnur konan hann aftur, varpar honum yfir sig og hverfur samstundis á brott. Maðurinn vill ekki tapa konunni og heldur því af stað út í heirn til að leita hennar. Á ferðalagi sínu lendir hann í miklum ævintýrum og þarf að leysa margskonar þrautir til að endurheimta kon- una, sem tekst þó ekki nærri því alltaf. Því raunin er sú að í mörgunt þessara sagna finnur maðurinn alls ekki konuna aftur. Útbreiðsla sagnaminnisins Þetta minni kemur fyrir bæði í þjóðsögum og ævintýrum. Þjóðsagnirnar enda yfirleitt á því að konan hverfur á braut en ævintýrin eru lengri og atburðameiri og segja oft í löngu rnáli frá þrautum eiginmannsins við að leita kon- unnar. Ýmsum afbrigðum þessara sagna eru gerð góð skil í bók Helge Holmströms um svanameyjaminnið.' Þar flokkar hann þessar sögur eftir uppruna og þeim afbrigðum sögu- efnis sem hann hefur fundið. Sagnir, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.