Mímir - 01.06.1998, Síða 72
72
Guðrún Þórðardóttir
Svanameyjar í Völundarkviðu
Inngangur
í minni heimasveit eru svanir kallaðir
álftapussur og á þá er sigað hundum þar sem
þeir sitja á vorin á túnunum og rífa nýgræðing-
inn upp með rótum. Þetta viðhorf hafa sjálf-
sagt ekki aðrir en forstokkaðir bændur því
flestir líta á svanina, með sitt hvíta fjaðraskraut,
sem tákn hreinleika og fegurðar. Þessir stóru
glæsilegu fuglar hafa tengst þjóðtrú og þjóð-
sögum manna um allan heim um aldir. Varð-
veist hafa ógrynni sagna og ævintýra þar sem
svanurinn er í aðalhlutverki. Svanurinn er oftar
en ekki prins eða prinsessa í álögum og niarga
þrautina þurfa hetjur þessara sagna að ganga í
gegnurn til að rjúfa þessi álög. Kvakandi svana-
hópur í oddaflugi sem flýgur yfir á leið á fram-
andi slóðir hefur því orðið mörgum mannin-
um tilefni háleitra hugsana urn frelsi og útþrá.
í þessari grein er ætlunin að fjalla um það
sem lielst er vitað um eitt ákveðið rninni tengt
þessum fuglurn, hvaðan það er ættað og hvern-
ig það birtist í einu af eddukvæðunum, Völ-
undarkviðu. Þetta minni kemur fram í þjóð-
sögum og ævintýrum sem fínnast víða um
heim, í margskonar menningarsamfélögum. í
þessum sögum segir frá kvenverum sem geta
verið hvort sem er konur eða álftir. Þegar þær
eru í álftarham hegða þær sér eins og fuglar,
synda á vötnum og fljúga um loftin blá. Ef þær
þurfa á því að halda geta þær varpað af sér
fuglshamnum og haga sér þá eins og venjuleg-
ar konur. Flestar þeirra eru ekki á nokkurn hátt
yfirnáttúrulegar nema að þessu eina leyti. í
hvorum harnnum sem er lifa þær oftast eðli-
legu fjölskyldulífi, eiga mann, börn og annað
sem konurn er áhangandi í lífinu.
í þessum sögum er söguþráðurinn yfírleitt
á þessa lund: svanameyjar, oft þrjár en stund-
um fleiri, koma fljúgandi og setjast á vatn. Þær
fara úr álftarhamnum, leggja hann á vatnsbakk-
ann og taka til við að baða sig. Maður kemur
aðvífandi, stelur ham einnar konunnar, hún
getur þá ekki flogið burt og á ekki annarra
kosta völ en að giftast manninum. Maðurinn
felur haminn en að nokkrum árum liðnum
finnur konan hann aftur, varpar honum yfir sig
og hverfur samstundis á brott. Maðurinn vill
ekki tapa konunni og heldur því af stað út í
heirn til að leita hennar. Á ferðalagi sínu lendir
hann í miklum ævintýrum og þarf að leysa
margskonar þrautir til að endurheimta kon-
una, sem tekst þó ekki nærri því alltaf. Því
raunin er sú að í mörgunt þessara sagna finnur
maðurinn alls ekki konuna aftur.
Útbreiðsla sagnaminnisins
Þetta minni kemur fyrir bæði í þjóðsögum
og ævintýrum. Þjóðsagnirnar enda yfirleitt á
því að konan hverfur á braut en ævintýrin eru
lengri og atburðameiri og segja oft í löngu rnáli
frá þrautum eiginmannsins við að leita kon-
unnar. Ýmsum afbrigðum þessara sagna eru
gerð góð skil í bók Helge Holmströms um
svanameyjaminnið.' Þar flokkar hann þessar
sögur eftir uppruna og þeim afbrigðum sögu-
efnis sem hann hefur fundið. Sagnir, þar sem