Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 7

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 7
7 burðarins á Vestfjörðum (sbr. Gunnar Karlsson 1965:22). Ferðabókin segir frá rannsóknarferð- um Eggerts og Bjarna Pálssonar á árunum 1752-57. Ritinu var lokið árið 1766. Sam- kvæmt Ferðabókinni er því kv-framburður þekktur á Vestfjörðum um miðja 18. öld. í Alþingisbókinni 1732 sem skrifuð er af Guðmundi Sigurðssyni frá Barðaströnd er ritað hvikacle í merkingu sagnarinnar kvikade. Gunnar Karlsson telur þetta dæmi þó varhuga- vert vegna þess að ruglingur á orðstofnunum hvik- og kvik- virðist koma fyrir meðal þeirra sem annars hafa hv-framburð (1965:26-27). í Jarðabók Árna Magnússonar er í lýsingu á jörð í Skagafirði, sem gerð er 1709, ritað kvömmum í stað hvömmum. Gunnar Karlsson telur ekki ólíklegt að innanhéraðsmaður hafi skrifað lýsinguna því dæmið er einmitt af þeim hluta landsins þar sem helst er talið að kv- framburður hafi verið á þessum tíma (1965:27). í handriti að Trójumanna sögu frá 1690 er lýsingarorðið hvass ritað með kv-. Sagan er rit- uð af Jóni Vigfússyni og ekki er ólíklegt að hann hafi verið fæddur og uppalinn á Norður- landi (sbr. Gunnar Karlsson 1965:28). Guðmundur Andrésson minnist í orðabók sinni frá 1683 á notkun kv- í stað hv-. Björn K. Þórólfsson segir Guðmund vera frá Skagafirði og af því mætti ætla að breytingin hv->kv- hafi fyrst orðið þar (1925:34). Aftur á móti segir Jón Helgason Guðmund hafa verið frá Bjargi í Miðfirði (1927:92). Jón telur þó að ef kv-fram- burðurinn hafi verið til í stað hv-framburðar á fyrri hluta 17. aldar hafi Guðmundur þekkt hann því hann gekk í skóla að Hólum í Hjalta- dal í Skagafjarðarsýslu. Björn K. Þórólfsson nefnir Slátturímu eftir Hallgrím Pétursson (16l4-1674) sem dæmi um það að kv- sé skrifað í stað hv- (1925:34). Hluti kvæðisins hljóðar svo: kom þá boli með fejaftinn sinn / og kvomaði allan heyskapinn. Jón Helgason gagnrýnir fullyrðingu Björns um að breytingin hv->kv- birtist í kvæði Hallgríms því hann virðist ekki þekkja fleiri dæmi fyrr en á seinni hluta 18. aldar (1927:92). Gunnar Karlsson vefengir einnig að kv- hafi verið rit- háttur Hallgríms. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að þetta sé upphaflegur ritháttur rímunn- ar, auk þess sem hann nefnir að í uppskrift af elstu handritum með kvæðum Hallgríms, lík- lega frá lokum 18. aldar, vantar vísuna sem stuðlunin k:hv er í. Gunnar tekur annað dæmi úr kvæðum Hallgríms, Þráðarleggsvísur, þar sem stuðlað er hv:k. Það er ritað af Þorkeli lög- réttumanni Jónssyni á Hrauni í Grindavík (1965:34-35). Þó ekki sé hægt að sanna það að vísan sé upprunaleg og eftir Hallgrím Péturs- son styðja þessi tvö dæmi þá tilgátu að breyt- ingin hv->kv- hafi að einhverju leyti verið gengin í garð á dögum Hallgríms Péturssonar. Þau tvö dæmi sem Jóhannes L. L. Jóhanns- son (1924:130) tekur um rugling á hv- og kv- telur Björn K. Þórólfsson vera röng (1927:34, neðanmáls). Jóhannes segir Árna Magnússon hafa skrifað kv- í stað hv- í orðinu hvar en Björn heldur því fram að dæmið sé rangt í út- gáfunni og að í handriti Árna sé greinilega skrifað hvar. Stefán Einarsson nefnir dæmi sem er frá fyrri hluta 17. aldar (1928:270). Sr. Einar Guð- mundsson sem á að hafa fæðst á árunum 1585-90 yrkir: óttast smeykir kvcrk'A hver / með ferátans stækri remmu. Sr. Einar var frá Vestfjörðum. í handriti með hendi Jóns Finnssonar bónda í Flatey á Breiðafirði frá því er virðist 1633 kemur fyrir dæmi um ritháttinn kv- fyrir hv- (sbr. Gunnar Karlsson 1965:32). Þar ritar hann í Rímum af Mábil sterku kvúu í stað hv'ún, þrátt fyrir það að stuðlunin krefjist b. Með Rímum af Mábil sterku er búið að rekja ruglingin á hv- og kv- allt aftur til fjórða áratugs 17. aldar. Þótt mörg dæmin teljist ekki haldbærar heimildir um breytinguna má af öll- um þessum dæmum ætla að breytingin hafi verið gengin í garð fyrir aldamótin 1800. Það er svo á 19. öldinni sem breytingin fer að verða ljósari og hægt er að fullyrða að borið hafi ver- ið fram kv- fyrir hv-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.