Mímir - 01.06.1998, Side 7

Mímir - 01.06.1998, Side 7
7 burðarins á Vestfjörðum (sbr. Gunnar Karlsson 1965:22). Ferðabókin segir frá rannsóknarferð- um Eggerts og Bjarna Pálssonar á árunum 1752-57. Ritinu var lokið árið 1766. Sam- kvæmt Ferðabókinni er því kv-framburður þekktur á Vestfjörðum um miðja 18. öld. í Alþingisbókinni 1732 sem skrifuð er af Guðmundi Sigurðssyni frá Barðaströnd er ritað hvikacle í merkingu sagnarinnar kvikade. Gunnar Karlsson telur þetta dæmi þó varhuga- vert vegna þess að ruglingur á orðstofnunum hvik- og kvik- virðist koma fyrir meðal þeirra sem annars hafa hv-framburð (1965:26-27). í Jarðabók Árna Magnússonar er í lýsingu á jörð í Skagafirði, sem gerð er 1709, ritað kvömmum í stað hvömmum. Gunnar Karlsson telur ekki ólíklegt að innanhéraðsmaður hafi skrifað lýsinguna því dæmið er einmitt af þeim hluta landsins þar sem helst er talið að kv- framburður hafi verið á þessum tíma (1965:27). í handriti að Trójumanna sögu frá 1690 er lýsingarorðið hvass ritað með kv-. Sagan er rit- uð af Jóni Vigfússyni og ekki er ólíklegt að hann hafi verið fæddur og uppalinn á Norður- landi (sbr. Gunnar Karlsson 1965:28). Guðmundur Andrésson minnist í orðabók sinni frá 1683 á notkun kv- í stað hv-. Björn K. Þórólfsson segir Guðmund vera frá Skagafirði og af því mætti ætla að breytingin hv->kv- hafi fyrst orðið þar (1925:34). Aftur á móti segir Jón Helgason Guðmund hafa verið frá Bjargi í Miðfirði (1927:92). Jón telur þó að ef kv-fram- burðurinn hafi verið til í stað hv-framburðar á fyrri hluta 17. aldar hafi Guðmundur þekkt hann því hann gekk í skóla að Hólum í Hjalta- dal í Skagafjarðarsýslu. Björn K. Þórólfsson nefnir Slátturímu eftir Hallgrím Pétursson (16l4-1674) sem dæmi um það að kv- sé skrifað í stað hv- (1925:34). Hluti kvæðisins hljóðar svo: kom þá boli með fejaftinn sinn / og kvomaði allan heyskapinn. Jón Helgason gagnrýnir fullyrðingu Björns um að breytingin hv->kv- birtist í kvæði Hallgríms því hann virðist ekki þekkja fleiri dæmi fyrr en á seinni hluta 18. aldar (1927:92). Gunnar Karlsson vefengir einnig að kv- hafi verið rit- háttur Hallgríms. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að þetta sé upphaflegur ritháttur rímunn- ar, auk þess sem hann nefnir að í uppskrift af elstu handritum með kvæðum Hallgríms, lík- lega frá lokum 18. aldar, vantar vísuna sem stuðlunin k:hv er í. Gunnar tekur annað dæmi úr kvæðum Hallgríms, Þráðarleggsvísur, þar sem stuðlað er hv:k. Það er ritað af Þorkeli lög- réttumanni Jónssyni á Hrauni í Grindavík (1965:34-35). Þó ekki sé hægt að sanna það að vísan sé upprunaleg og eftir Hallgrím Péturs- son styðja þessi tvö dæmi þá tilgátu að breyt- ingin hv->kv- hafi að einhverju leyti verið gengin í garð á dögum Hallgríms Péturssonar. Þau tvö dæmi sem Jóhannes L. L. Jóhanns- son (1924:130) tekur um rugling á hv- og kv- telur Björn K. Þórólfsson vera röng (1927:34, neðanmáls). Jóhannes segir Árna Magnússon hafa skrifað kv- í stað hv- í orðinu hvar en Björn heldur því fram að dæmið sé rangt í út- gáfunni og að í handriti Árna sé greinilega skrifað hvar. Stefán Einarsson nefnir dæmi sem er frá fyrri hluta 17. aldar (1928:270). Sr. Einar Guð- mundsson sem á að hafa fæðst á árunum 1585-90 yrkir: óttast smeykir kvcrk'A hver / með ferátans stækri remmu. Sr. Einar var frá Vestfjörðum. í handriti með hendi Jóns Finnssonar bónda í Flatey á Breiðafirði frá því er virðist 1633 kemur fyrir dæmi um ritháttinn kv- fyrir hv- (sbr. Gunnar Karlsson 1965:32). Þar ritar hann í Rímum af Mábil sterku kvúu í stað hv'ún, þrátt fyrir það að stuðlunin krefjist b. Með Rímum af Mábil sterku er búið að rekja ruglingin á hv- og kv- allt aftur til fjórða áratugs 17. aldar. Þótt mörg dæmin teljist ekki haldbærar heimildir um breytinguna má af öll- um þessum dæmum ætla að breytingin hafi verið gengin í garð fyrir aldamótin 1800. Það er svo á 19. öldinni sem breytingin fer að verða ljósari og hægt er að fullyrða að borið hafi ver- ið fram kv- fyrir hv-.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.