Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 38

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 38
38 nöfn með -dd- (Böðvar - Böddí) og ðm>mm (Guðmundur - Gummi). í nöfnum sem hafa r og annað samhljóð á eftir virðist það samhljóð sem með r-inu stend- ur yfirleitt tvöfaldast: rð>dd (Hörður - Höddi), rd>dd (Hjördís - Hjödda), rk>kk (Starkaður - Stakkí), rb>bb (Þorbjörn - Tobbij, rg>gg (Björgvin - Bjöggi, Björg - Bogga, Margrét - Magga/Moggý). An jiess að hægt sé að fullyrða að slík nöfn finnist hvergi virðist ómögulegt að setja -rr- í stað -gg- í þessum myndunum (Björri, Borra, Marra, Marrý j og er því eins hér og í karlmannsnöfnunum. Áður var talað um -rl- sem virðist verða ll (Karl - Kalli, Er- lendur - Elli). Þó tvöfaldast r-ið í nokkrum tilfellum; þegar það stendur með t eða v: rt>rr (Kjartan - Kjarri) og ri»rr (Örvar - Örri), en dæmi eru einungis um slíkt í karlmannsnöfnum. Þegar r stendur á eftir lokhljóðinu g (-gr-) getur hvort sem er orðið -gg- (Sigríður - Sigga) eða -rr- í gælunafni (Sigríður - Sirrý sem reyndar er mun yngra en hið klassíska gælu- nafn Sigga). Hins vegar virðist aðeins geta orð- ið -gg- í gælunafni þegar / stendur á eftir g-inu (-gfj (Sigfríður - Siggaj. Nöfn með -gn- og -grn- verða samkvæmt listanum yfirleitt að gælunöfnum með -gg- (Magnús - Maggi, Ragnheiður/-hildur - Ragga, Ögmundur - öggi). Einnig virðist -gb- breytast í -gg- (Dagbjört - Dagga) samkvæmt listanum, en þó er ég alls ekki viss um að gælu- nafnið Dabba geti ekki verið til. Samkvæmt listanum virðist gd>dd (Magdalena - Maddý) en þó er líklegt að Maggý’ sé til sem gælunafn af Magdalena líkt og það er til sem gælunafn af Margrét. Óraddaða önghljóðið / virðist nokkuð sterkt; þar sem j'þ- kemur fyrir breytist það í jf- (Hafþór - Haffi) og þegar -fr- er í nafni fær gælunafnið frekar -Jf- (Hafrún - Haffaj en -rr- -St- verður aftur á móti ýmist -ss- eða -tt- (Krist- inn, Kristján geta orðið Krissi eða Kitti og Kristbjörg - Krissa eða Krittaj. Lokhljóðið d kemur frarn tvöfalt í myndun- um úr nöfnum með -nd- (Andrés -Addij. Þegar j eða r kernur á eftir n (-nj-, -nrj virðist n aftur á móti tvöfaldast (Brynjólfur - Bynni, Konráið - Konni), en einungis eitt dærni um hvora breytingu er á listanum. Sjá töflu 2 hér að aftan. 4.3 Sérhljóðabreytingar 4.3.1 Sérhljóðabreytingar tengdar tvöföldun - breiðir sérhljóðar" breytast í granna Ef skoðuð eru þau nöfn sem hafa breitt sér- hljóð (þanið) á undan samhljóðinu sem lengist við myndun gælunafns kemur í ljós að oftar en ekki breytast þau í samsvarandi grönn (óþan- in) sérhljóð. Af þeim 19 karlmannsnöfnum sem hafa breitt sérhljóð í stofni, breytist það í grannt í 16 tilvikum. í þremur nöfnum helst breiða sérhljóðið aftur á móti og í öllum tilvik- um er um að ræða ú ([u]) með eftirfarandi löng/r l-i [1:]: Júlli - Júlíus, Úlli - Úlfar, Lúlli - Lúðvík. Þessi breyting sést ekki á jafn ótvíræð- an hátt í kvenmannsnöfnunum; af þeim tíu kvenmannsnöfnum sem hafa breitt sérhljóð á undan samhljóði sem tvöfaldast, grennist það í sex tilvikum. Þau fjögur gælunöfn sem áfram hafa breið sérhljóð eiginnafnsins eru Máffý - Málfríður, Gússý - Ágústa, Júlla - Júlíana og annars konar sérhljóðabreyting (ó>ú þ.e. breyting í annan breiðan sérhljóða) verður í Dúdda - Þórunn. 4.3.2 Sérhljóðabreytingar með -ki/-ka, -si/-sa og -bi Viðskeyting -ki/-ka og -si/-sa virðist ekki tengjast sérhljóðabreytingum eins og grenn- ingu breiðra sérhljóða á sama hátt og tvöföld- unin. í öllum þeim tilvikum sem þessum við- skeytum er bætt við stofna karlmannsnafna með breiðan sérhljóða, helst hann í gælunafn- inu: Jómki - Jón, Hreinsi - Hreinn, Jónsi - Jón, Ausi - Auðun(n), Árnsi - Árni, Einsi - Einar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.