Mímir - 01.06.1998, Side 38

Mímir - 01.06.1998, Side 38
38 nöfn með -dd- (Böðvar - Böddí) og ðm>mm (Guðmundur - Gummi). í nöfnum sem hafa r og annað samhljóð á eftir virðist það samhljóð sem með r-inu stend- ur yfirleitt tvöfaldast: rð>dd (Hörður - Höddi), rd>dd (Hjördís - Hjödda), rk>kk (Starkaður - Stakkí), rb>bb (Þorbjörn - Tobbij, rg>gg (Björgvin - Bjöggi, Björg - Bogga, Margrét - Magga/Moggý). An jiess að hægt sé að fullyrða að slík nöfn finnist hvergi virðist ómögulegt að setja -rr- í stað -gg- í þessum myndunum (Björri, Borra, Marra, Marrý j og er því eins hér og í karlmannsnöfnunum. Áður var talað um -rl- sem virðist verða ll (Karl - Kalli, Er- lendur - Elli). Þó tvöfaldast r-ið í nokkrum tilfellum; þegar það stendur með t eða v: rt>rr (Kjartan - Kjarri) og ri»rr (Örvar - Örri), en dæmi eru einungis um slíkt í karlmannsnöfnum. Þegar r stendur á eftir lokhljóðinu g (-gr-) getur hvort sem er orðið -gg- (Sigríður - Sigga) eða -rr- í gælunafni (Sigríður - Sirrý sem reyndar er mun yngra en hið klassíska gælu- nafn Sigga). Hins vegar virðist aðeins geta orð- ið -gg- í gælunafni þegar / stendur á eftir g-inu (-gfj (Sigfríður - Siggaj. Nöfn með -gn- og -grn- verða samkvæmt listanum yfirleitt að gælunöfnum með -gg- (Magnús - Maggi, Ragnheiður/-hildur - Ragga, Ögmundur - öggi). Einnig virðist -gb- breytast í -gg- (Dagbjört - Dagga) samkvæmt listanum, en þó er ég alls ekki viss um að gælu- nafnið Dabba geti ekki verið til. Samkvæmt listanum virðist gd>dd (Magdalena - Maddý) en þó er líklegt að Maggý’ sé til sem gælunafn af Magdalena líkt og það er til sem gælunafn af Margrét. Óraddaða önghljóðið / virðist nokkuð sterkt; þar sem j'þ- kemur fyrir breytist það í jf- (Hafþór - Haffi) og þegar -fr- er í nafni fær gælunafnið frekar -Jf- (Hafrún - Haffaj en -rr- -St- verður aftur á móti ýmist -ss- eða -tt- (Krist- inn, Kristján geta orðið Krissi eða Kitti og Kristbjörg - Krissa eða Krittaj. Lokhljóðið d kemur frarn tvöfalt í myndun- um úr nöfnum með -nd- (Andrés -Addij. Þegar j eða r kernur á eftir n (-nj-, -nrj virðist n aftur á móti tvöfaldast (Brynjólfur - Bynni, Konráið - Konni), en einungis eitt dærni um hvora breytingu er á listanum. Sjá töflu 2 hér að aftan. 4.3 Sérhljóðabreytingar 4.3.1 Sérhljóðabreytingar tengdar tvöföldun - breiðir sérhljóðar" breytast í granna Ef skoðuð eru þau nöfn sem hafa breitt sér- hljóð (þanið) á undan samhljóðinu sem lengist við myndun gælunafns kemur í ljós að oftar en ekki breytast þau í samsvarandi grönn (óþan- in) sérhljóð. Af þeim 19 karlmannsnöfnum sem hafa breitt sérhljóð í stofni, breytist það í grannt í 16 tilvikum. í þremur nöfnum helst breiða sérhljóðið aftur á móti og í öllum tilvik- um er um að ræða ú ([u]) með eftirfarandi löng/r l-i [1:]: Júlli - Júlíus, Úlli - Úlfar, Lúlli - Lúðvík. Þessi breyting sést ekki á jafn ótvíræð- an hátt í kvenmannsnöfnunum; af þeim tíu kvenmannsnöfnum sem hafa breitt sérhljóð á undan samhljóði sem tvöfaldast, grennist það í sex tilvikum. Þau fjögur gælunöfn sem áfram hafa breið sérhljóð eiginnafnsins eru Máffý - Málfríður, Gússý - Ágústa, Júlla - Júlíana og annars konar sérhljóðabreyting (ó>ú þ.e. breyting í annan breiðan sérhljóða) verður í Dúdda - Þórunn. 4.3.2 Sérhljóðabreytingar með -ki/-ka, -si/-sa og -bi Viðskeyting -ki/-ka og -si/-sa virðist ekki tengjast sérhljóðabreytingum eins og grenn- ingu breiðra sérhljóða á sama hátt og tvöföld- unin. í öllum þeim tilvikum sem þessum við- skeytum er bætt við stofna karlmannsnafna með breiðan sérhljóða, helst hann í gælunafn- inu: Jómki - Jón, Hreinsi - Hreinn, Jónsi - Jón, Ausi - Auðun(n), Árnsi - Árni, Einsi - Einar,

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.