Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 5
3Mímir 53 - Mímishöfuð
Ávarp ritnefndar
_________________________________
Tímarit Mímis er nú risið úr dvala og vaknað til lífs eftir sjö ára
hlé. Öldin var önnur árið 2016 þegar Mímir var seinast sleginn
á pappírsörk: Trump var enn ókjörinn forseti, plágan mikla
ekki nema fjarlægur vísindaskáldskapur og górillan Harambe
var enn á meðal vor.
Á breyttum tímum má samt alltaf líta til hins liðna og
sækja í sannreyndan menningararf okkar, endurnýja hann
og laga að breyttum aðstæðum. Varðveisla snýst ekki
bara um að taka við því sem er heilagt, loka það inni í
sýningarkassa og skamma fólkið sem kámar glerið út.
Varðveisla snýst líka um að huga því sem er lifandi,
síbreytilegt og virkt, halda utan um það og blása í það
lífi svo næsta kynslóð geti gert það að sínu.
Því gleður okkur að kynna að Tímarit Mímis
kemur nú fram undir nýju nafni, Mímishöfuð, í
undirtitli ásamt yfirtitlinum Mímir 53 enda er þetta
tímarit aðeins einn kafli í lengri sögu. Við vonum
að eldri Mímisliðar fyrirgefi okkur og fagni þessari
nýju nafnbót með okkur. Einnig óskum við komandi
ritstjórnum allrar bestu lukku og lánsemi, hvort sem þau
haldi í hefðina eða hafni henni.
Mímir kemur nú út í fyrsta sinn sem veftímarit á netinu
(eftir því sem við best vitum) samhliða prentaðri útgáfu.
Í henni má finna fræðilegar greinar um íslenskt mál og
málvísindi, viðtöl, hugleiðingar, skáldskap upp úr skúffunum
og skemmtiefni aftast fyrir þau sem vilja vita
Ritnefnd Mímis þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg við
að gera Mími 53 – Mímishöfuð að veruleika.