Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 9

Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 9
7Mímir 53 - Mímishöfuð Árnagarðsþankar (húskveðja) Ármann Jakobsson ________________________________ Á þessu ári flytja íslenska og íslenska sem annað mál saman úr Árnagarði í nýtt hús og er það talsverður áfangi fyrir sum okkar sem eiga langa sögu í Árnagarði að baki. Sjálfur hef ég átt afdrep þar í alls 23 ár með hléi en í raun hófust tengslin haustið 1990 þegar ég kom fyrst í húsið. Þá var skrifstofan á jarðhæð þar sem stofa 101 er nú. Þar unnu þrjár konur sem gættu þess vandlega að brosa aldrei við nýnemum og ég var kominn þangað að leita ráða um hvaða námskeið ætti að skrá sig í. Engin áform mín frá þessu hausti gengu eftir en þannig er lífið. Næsta ferð mín í Árnagarð var í stofu 201 sem í minningunni var nokkurn veginn nákvæmlega eins og nú er en troðfull af nýnemum í íslensku sem þetta ár voru um 100. Drjúgur hluti þeirra voru eldri en ég, tvítugt fólk var mikill minnihlutahópur í greininni. Allir virtust hafa mun meiri sjálfstraust en ég. Langflestir virtust geta sótt allar íslenskar bækur til ættingja sem áttu heilu ritsöfnin af Jóni Trausta, Þorsteini Erlingssyni og Tómasi Guðmundssyni. Þetta var augnablikið sem ég uppgötvaði hve heimili mitt var fátækt af íslenskri bókmenntasögu þó að ég væri sjálfur nýbakaður félagi í Hinu íslenska bókmenntafélagi og áskrifandi Skírnis. Þá um haustið keypti ég líka öll Íslenzk fornrit sem út voru komin og leit á það sem veigamikla fjárfestingu í framtíðinni. Ég var mjög alvarlegur nýnemi miðað við þá sem ég hef síðan kennt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.