Mímir - 01.06.2023, Síða 16

Mímir - 01.06.2023, Síða 16
14 yfir hjá hvert öðru og kasta hugmyndum sín á milli. Hvað stendur upp úr? Helst stendur upp úr er hvað þau eru áhugasöm og dugleg að fjalla um nýlegar bækur. Ég held það sé mikilvægt að fjalla um hinsegin skáldverk á sérhæfðari vettvangi eins og þessum, einmitt til þess að halda því á lofti hversu margir rithöfundar eru farnir að fjalla um þessi efni. Ekki aðeins með því að skrifa um fleiri hinsegin persónur heldur er fjallað um hinseginleikann á svo fjölbreyttan hátt í bókmenntunum í dag. Mér finnst líka mikilvægt að nemendurnir myndi hóp og geti sótt stuðning og hvatningu frá hvert öðru. Mér finnst almennt mikilvægt, í meistaranámi sérstaklega, að nemendur vinni saman í verkefnum sem ekki tengjast beint náminu. Ég vildi leggja mitt af mörkum til að skapa vettvang fyrir nemendur til að vinna skemmtileg verkefni utan námsins. Þessi hópur vonandi lifir áfram eftir að þetta tiltekna verkefni klárast og ég vona að ég nái að halda stemningu í kringum Kynvillta bókmenntahornið á komandi árum. Hvar má finna Kynvillta bókmenntahornið Kynvillta bókmenntahornið má finna inni á Hugrás: https://hugras.is/category/umfjollun/pistlar/hinsegin/

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.