Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 19
17Mímir 53 - Mímishöfuð
„óreglulegt í eig. eint., en það er þar fjár; þó er myndin fjes til,
en miklu óvanalegri“. Sú mynd er samt ekki fordæmd eins og
nú; í Málfarsbankanum segir: „Eignar fallið er ekki „fés“, með
greini „fésins“ […].“
Þótt því fari fjarri að Halldór viðurkenni allar breytingar
sem orðið höfðu frá fornmáli sýna dæmin hér að framan að
jafnvel harðir málhreinsunarmenn á seinni hluta 19. aldar
viðurkenndu – eða gerðu ekki athugasemdir við – ýmsar
breytingar sem höfðu orðið frá fornu máli og nú eru taldar
rangar en aðeins eldri myndin talin rétt í hverju tilviki.
Það táknar auðvitað ekki endilega að tekist hafi að hrekja
„nýjungarnar“ úr málinu – flestar lifa enn góðu lífi þrátt
fyrir að vera taldar „rangt mál“, nema þágufallið Egli.
Sennilega hafa bæði aukin þjóðerniskennd í tengslum
við sjálfstæðisbaráttu og breyttur markhópur átt sinn
þátt í því að íhaldssamari og einstreng ings legri afstaða
virðist hafa verið tekin til ýmissa málbreytinga þegar
kom fram á 20. öld.
Aldargömul, einstrengingsleg og úrelt
viðmið
Þótt vissulega hafi verið rekin hörð
málhreinsunarstefna í Lærða skólanum á seinni hluta
19. aldar og stílar nemenda leiðréttir miskunnarlaust
þarf að hafa í huga að nemendur Halldórs Kr.
Friðrikssonar og annarra mál hreins unar manna þar voru
komnir af barnsaldri og margir hverjir harðfullorðnir. Því
má gera ráð fyrir að málkerfi þeirra hafi verið fullmótað og
ekki auðvelt að breyta því. En jafnframt má ætla að þeir hafi
haft nægan þroska til að geta lagt sjálfstætt mat á mál og
málbreytingar og tekið afstöðu til þeirra. Í stað þess að kveða
einfaldlega upp misvel rök studda Salómonsdóma um „rétt“ og
„rangt“ hafi kennarar því getað rökrætt ýmis málfarsefni við
nem endur, þótt vissulega sé óvíst hvort og þá að hvaða marki
það var gert.
Á þessum tíma voru barnaskólar fáir og fámennir og
skólatíminn stuttur, en með lögum um fræðsluskyldu allra 10-
14 ára barna árið 1907 varð grundvallarbreyting. Skyndilega