Mímir - 01.06.2023, Side 21
19Mímir 53 - Mímishöfuð
Við sitjum sem sé enn uppi með stefnu í málfarsefnum og
afstöðu til tilbrigða í máli sem mótaðist í byrjun 20. aldar og
miðaðist við börn á síðari hluta máltökuskeiðs. Þessi stefna
hefur verið alhæfð og látin ná til barna og fullorðinna, ritmáls
og talmáls. Og þarna er ekki bara um að ræða afstöðu til
tilbrigða í máli almennt, heldur til einstakra tilbrigða. Það er
dálítið eins og ýmis atriði málsins hafi verið fryst í byrjun 20.
aldar, þrátt fyrir að þjóðfélagið hafi gerbreyst á öllum sviðum
á þessum tíma. Það er mjög brýnt að losa um þennan sífrera,
breyta þessari afstöðu og þessum viðmiðum. Of langt bil milli
viðmiðanna og eðlilegs máls almennings skaðar íslenskuna og
getur fælt ungt fólk frá henni og í faðm enskunnar. Það verður
ekki aftur tekið.
Endurskoðun íslensks málstaðals
Þau viðmið sem enn eru notuð um „rétt“ íslenskt
mál og „rangt“ eru í mjög mörgum tilvikum úrelt. Í
bók minni Alls konar íslenska sem kom út í fyrra
fer ég yfir 50 málbrigði sem eru eða hafa verið
talin „röng“ þrátt fyrir að þau hljóti að teljast „rétt
mál“ samkvæmt viðurkenndri skilgreiningu, „Rétt
íslenskt mál er málnotkun sem samræmist (einhverri)
íslenskri málvenju en rangt íslenskt mál sam rýmist
engri íslenskri málvenju“. En það er hægara sagt en gert
að breyta þessum við mið um. Til þess vantar okkur tæki
og vettvang, en ekki síður forystu og vald, vilja og kjark.
Upp lagt tæki færi til breytinga á viðmiðunum gafst þó nýlega
þegar Íslenskri málnefnd var falið að endur skoða íslenska
málstefnu frá 2009 „til samræmis við breytta tíma“.
Þessari endurskoðun er lokið og fyrir hálfu öðru ári, í
september 2021, samþykkti stjórn Ís lenskr ar mál nefndar
nýja íslenska málstefnu fyrir þriðja áratuginn, árin 2021-
2030. Þetta er á margan hátt framsækið plagg þar sem lýst er
skýrum vilja til að endurskoða gildandi viðmið um „rétt“ mál
og „rangt“. Þar segir m.a.: „Kjarni íslenskrar málstefnu er
jákvætt viðhorf til íslenskrar tungu með málrækt að leiðarljósi.
Það felur í sér vilja til að varðveita tungumálið en um leið að
íslenska sé löguð meðvitað og skipu lega að nýjum aðstæðum