Mímir - 01.06.2023, Side 22

Mímir - 01.06.2023, Side 22
20 sem hefur í för með sér að viðmið um það sem telst gott mál eða mál staðall hlýtur að taka breytingum. Það felur einnig í sér að tungumálið þjóni sam skipta hlutverki sínu og að rækta margbreytileika þess.“ Í stefnunni er vakin athygli á hættunni sem felst í því að málstaðallinn fjarlægist venjulegt mál: „Viðmið um viðeigandi málsnið og rétt mál, sem kallað hefur verið íslenskur málstaðall, hafa ekki breyst í samræmi við breytingar í íslensku samfélagi á undanförnum áratugum. Standi mál staðallinn í stað leiðir það til þess að bilið milli staðalsins og málnotkunar almennings breikkar og það gæti hæglega leitt til þess að almenningur, einkum unga fólkið, finni frekar sam sömun í öðrum málum en íslensku.“ Jafnframt er bent á að „vegna þess að tungumálið er í stöðugri þróun hlýtur málstaðallinn einnig að vera það þrátt fyrir að hann sé í eðli sínu íhalds samari en daglegt mál.“ Þarna kveður eiginlega við nýjan tón hjá Íslenskri málnefnd. Miðað við þetta hefði mátt vænta þess að stjórn Íslenskrar málnefndar léti ekki hér við sitja, held- ur yndi sér í að endurskoða málstaðalinn. En ekkert bólar á því enn, þótt hálft annað ár sé liðið síðan stjórn in samþykkti endurskoðaða málstefnu. Þess vegna þarf ráðherra að taka frum kvæði og setja af stað nefnd um endurskoðun málstaðalsins. En það er ekki nóg – endurskoð að ur málstaðall krefst breytinga á kenn ara menntun, kennsluefni, kennsluaðferðum og prófum, sem og handbókum og uppflettiritum, á pappír og neti. En hann krefst ekki síst breytinga á hugar fari – aukins umburðarlyndis gagnvart tilbrigðum í máli og skilnings á að þótt eitt sé rétt þarf annað ekki að vera rangt. Málstaðallinn þarf svo að vera í stöðugri endurskoðun. Viðbætur við íslenska málstefnu Endurskoðuð íslensk málstefna fyrir 2021-2030 er ágæt um margt og hægt að taka undir flest sem í henni stendur. En í hana vantar efnisþætti sem nauðsynlegt hefði verið að taka fyrir – ekki bara málstaðalinn. Sívaxandi fjöldi útlendinga í samfélaginu og á íslenskum vinnumarkaði veldur því að brýn

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.