Mímir - 01.06.2023, Side 29
27Mímir 53 - Mímishöfuð
Unité,
Travail,
Progrès
Íris Björk Ágústsdóttir
____________________________
Árið 1949 gaf George Orwell út bókina sína, 1984,
dystópíska sögu sem kannar m.a. þemun alræði,
pólitíska hollustu og notkun tungumáls til að
stjórna hugsunum almennings. Á grunni svipaðra
hugmynda og Orwells um notkun tungumáls sem
vopn hafa rithöfundar nýeftirlendustefnunnar (e. neo-
colonialism) gjarnan skrifað um og greint skaðann sem
slíkur tungumálamissir hefur haft á staðbundin samfélög
með tilliti til menningar- og sögulegs missis. Þessar pælingar
virðast fjarlægar og eru ekki endilega efst á huga margra. En
þetta málefni hefur áhrif á líf margra borgara víða um heim.
Á nýlendutímanum, ásamt því að nýlenduherrarnir tóku yfir
stjórnsýslu og hervald landsins, þá komu þeir eigin tungumáli
fyrir í allri opinberri stjórnsýslu og útilokuðu þar með íbúa
nýlendunnar frá þeirri stjórnsýslu eða þröngvuðu þannig eigin
tungumáli upp á þá. Latína var upprunalega mállýska töluð á
Mið-Ítalíu, en með útþenslu Rómaveldis sameinaðist öll Ítalía
og seinna fleiri lönd undir þeirra menningarlegu og pólitísku
yfirráðum. Enn nú til dags, þó hún sé hvergi töluð, má áhrifum
þessa fyrrverandi lingua franca enn gæta í orðaforða og