Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 34

Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 34
32 fram og eru fróðleiksfús að eðlisfari, þau vilja læra. Hér er þó vert að nefna rannsókn Berglindar Hrannar Einarsdóttur, sem birtist í meistararitgerð hennar. Niðurstöður þeirrar rannsóknar benda til þess að viðhorf unglinga (sem hafa íslensku að móðurmáli) til íslensku sé almennt jákvætt, en þeir tengi þó móðurmál sitt einkum við skyldur og pressu að ná árangri í skólanum. Hins vegar tengi þeir ensku við eitthvað skemmtilegt — afþreyingarefni, tölvuleiki og slíkt (2019, bls. 96). Þetta er skýrt merki um að íslenskukennslan, eins og hún er sett upp í dag, höfði ekki er greinilega ekki með hætti sem höfðar til allra nemenda. Nemendur vilja skilja tilgang þess sem þeir læra. Sem dæmi má nefna börn í fjórða og/eða fimmta bekk sem eru alla jafna enn að ná tökum á lestri. Þegar þau fá skyndilega verkefni sem snýst um að greina orðin í nafnorð, sagnorð og lýsingarorð og þar að auki fallbeygja þau, hefur það oft þær afleiðingar að börnin missa dampinn og hætta að ná utan um viðfangsefnið. Mér finnst erfitt að sjá hvernig það hefur jákvæð áhrif á framvindu tungumálsins. Tungumál eru þess eðlis að hægt er að nota þau á mjög skapandi og áhugaverðan hátt. Til er fjöldinn allur af listaverkum sem eru unnin úr tungumálinu einu og sér, því listafólk af öllum mögulegum listasviðum hefur áttað sig á sköpunarmætti þess. Hægt væri að nota þennan eiginleika tungumálsins í kennslu mun meira en nú er gert og aukið þar með áhuga nemenda. Í Aðalnámskrá grunnskóla segir: „Mál og bókmenntir eru menningararfur þjóðarinnar sem ber að rækta, virða, njóta og þróa,“ (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013, bls. 97). Svo hægt sé að uppfylla þessi orð er mikilvægt að notaðar séu kennsluaðferðir og kennsluefni sem leiða til aukinnar virðingar og vilja á meðal nemenda til að rækta, njóta og þróa þennan mikla menningararf. Margar kennsluaðferðir hafa eflaust verið prófaðar í gegnum tíðina, en lengi hefur mest áhersla verið lögð á málfræðikennslu, að því er virðist. Færa má rök fyrir því að bíða megi með bróðurpart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.