Mímir - 01.06.2023, Síða 41

Mímir - 01.06.2023, Síða 41
39Mímir 53 - Mímishöfuð Hlutverk ljóðsins Lofsverð umleitan Magnús Orri Aðalsteinsson ___________________________ Ljóðið er merkilegt fyrirbæri. Það hefur í ár og öld, og ár og aldir til viðbótar veitt okkur nýja sýn á heiminn, á þessa veröld sem tekist hefur að skapa ljóðið. Stefnur hafa fæðst og dáið, straumar gengið af stað og staðnað á miðri leið eða löngu handan stígsins sem þeim var í upphafi ætlað. Í dag, á tuttugustu og fyrstu öldinni gegna engin önnur eða ný lögmál um það, rétt eins og epli falla enn til jarðar og enn kólnar á veturna (sem þó er að öllum líkindum breytingum háð, en ég fer ekki út í þá sálmanna hér). Það sem þó er frábrugðið er miðill ljóðsins. Við þurfum vissulega ekki að leita langt í annálum mannverunnar til að finna breytingar í miðli ljóða. Að sjálfsögðu má nefna munnlega geymd sem tíðkaðist fyrir tíma handritsins, prentvélarinnar eða samskonar tóla. Það er þó ekki að segja að vegna breytinga sé sá klassíski prentaði miðill horfinn yfir móðuna miklu – þvert á móti. Helstu rök mín fyrir

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.