Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 45

Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 45
43Mímir 53 - Mímishöfuð aðeins meira en eitthvað skítaveður, sagði Barði. –Kallaðu í hann, ítrekaði hann og fór út úr brúnni. Kristján horfði á kaffibollann hans á borðinu. Það rauk ennþá úr honum. Kristján og Gestur voru æskuvinir og ólust upp saman í sjávarþorpi við Súgandafjörð. Gestur hafði verið hálfgerður heimalingur hjá fjölskyldu Kristjáns, því Gestur bjó hjá einstæðri móður sinni sem vann mikið og drakk illa þess á milli. Allt þorpið vissi af óreglunni heima hjá Gesti og þorpsbúum þótti vænt um drenginn og reyndu að aðstoða hann eftir bestu getu til þess að forða honum frá því aðhljóta sömu sorglegu örlög og faðir sinn. Móðir hans virtist stefna sömu leið á ógnarhraða. Vinskapur þeirra Gests breyttist þó eitt örlagaríkt kvöld þegar Kristján var nýkominn með bílpróf. Hann hafði boðið Gesti og Hrannari vini þeirra með sér á rúntinn eitt kvöld í nóvember. Kristján hafði misst stjórn á bílnum neðan við göngin og rankað við sér í bílhræi niðri við fjöruna. Gestur slasaðist illa og þurfti læknishjálp en Kristján slapp ómeiddur fyrir utan mar eftir bílbeltið. Hrannar var ekki í belti og skaust út um afturrúðuna í veltunni. Hann lifði slysið ekki af. Þorpsbúar urðu harmi slegnir vegna dauða Hrannars.Kristján hafði ekki höndlað að búa í þorpinu eftir slysið og hann flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Gestur varð eftir hjá móður sinni og þeir höfðu lítið talast við síðan. Gestur hafði ekki einu sinni mætt í jarðarförina. Kristján ákvað að sigla í var undir Bolungarvík. Á leiðinni stein þagnaði mótorinn og skipið varð vélarvana. Kristján kallaði Barða upp í brú og innan tveggja mínútna var hann mættur, móður og másandi. - Við erum með báða vélstjórana í þessu. Skrúfan hefur kúplast út. Helgi telur að það taki um einn og hálfan tíma að gera við þetta, sagði Barði og þurrkaði svitadropana af enninu. - Það er orðið andskoti dimmt. Ég sé ekki eina einustu glætu, tautaði Kristján. - Hvert rekum við? spurði Barði. - Við erum sirka 4 mílum fyrir utan Grænuhlíð. - Hvað höfum við langan tíma?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.