Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 47

Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 47
45Mímir 53 - Mímishöfuð Gestur, skipstjórinn á Snorra hafði heyrt kall Kristjáns til Landhelgisgæslunnar og var staddur skammt frá. Þeir Kristján voru æskuvinir og þegar Gestur hafði heyrt af vélar biluninni sigldi hann beint af stað þótt þeir hafi verið komnir í var. - Það er komið niður, svaraði Kristján sem var kominn að talstöðinni og röddin titraði. – Straumurinn er svo harður. - Bæði? spurði Gestur. - Já og ég setti trowwWllið líka út. Það hægir samt ekki á rekinu, svaraði Kristján. - Þyrlan? - Hún var ekki send út vegna veðursins. - Ég ætla að reyna að slæða akkerið upp og draga þig, sagði Gestur. - Þau náðu hvorug festu og keðjurnar slitnuðu, sagði Kristján og mátti greina vonleysið í röddinni. Barði og Helgi létu sig hverfa niður. Eftir stóð Kristján einn með sjálfum sér og skömminni. Loks kom varðskipið Ægir að og hófust áhafnarmeðlimir strax handa við að koma taug á milli skipanna. Kristján kallaði efri dekkarana út og eftir örskamma stund voru þeir mættir út í skærgulu og appelsínugulu regnfötunum, tilbúnir. Í fyrsta skotinu frá línubyssu varðskipsins sundraðist skotflaugin og féll í sjóinn. Í öðru skoti flæktist línan og flaugin fór í sjóinn. Þriðja skotið heppnaðist. Kristján sem var orðinn kófsveittur í brúnni fagnaði með látum, en þó of snemma, því línan slitnaði. Kristján fann fyrir þyngslum fyrir brjóstinu og hann átti erfitt með öndun. En honum gafst ekki svigrúm til þess að missa stjórn á tilfinningum sínum núna. Hann var skipstjórinn, hann bar ábyrgðina. Hann reyndi að einbeita sér að því að anda inn um nefið og út um munninn. Kristján leit í myndavélarnar og horfði á áhöfnina sína. Hann sá hvað þeir voru hræddir. Allt leit út fyrir að skipið myndi sigla í strand og nú þurftu menn að búa sig undir það að koma sér frá borði. - Ég ætla að senda taug yfir, skipaði Gestur í talstöðina. - Við erum klárir, kallaði Kristján í talstöðina. Kristján leit út um gluggann bakborðsmegin og brá í brún. Gestur hafði rennt Snorranum meðfram síðu skipsins svo að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.