Mímir - 01.06.2023, Page 48

Mímir - 01.06.2023, Page 48
46 þau lágu næstum því alveg upp við hvort annað. Talstöðin varð því óþörf því það lá við að Kristján heyrði orðaskipti þeirra í brúnni hinum megin. Einn af skipverjum Gests var tilbúinn með línubyssuna og skaut línunni yfir. Hann missti marks. Skipið tók á sig stóra öldu og gusunni hvolfdi yfir skipverjanna. Sjórinn var kaldur og saltið stakk í andlitið. Á meðan á þessu stóð hafði flotbúningum verið raðað upp. Eitt skot í viðbót, annars var næsta skref að koma áhöfninni í gallana og yfirgefa skipið. Kristján fann að hann var sjálfur logandi hræddur en hann var viss um að áhöfnin hafði ekki tíma til að vera hrædd. Hann skammaðist sín, fannst hann svo máttlaus þarna uppi á meðan skipverjarnir börðust eins og hetjur við veðrið og djöfulganginn. Kristján hrökk upp frá hugsunum sínum þegar Gestur hrópaði í talstöðina: Tilbúnir! Skotið hljóp af og Kristjáni fannst allt þagna. Hann horfði á línuna í loftinu, honum fannst hún stöðvast í smá stund í loftinu áður en hún féll yfir skipið. Skipverjarnir urðu æstir og börðust um að ná línunni. Á sama andartaki skall alda á skip búknum. Áhöfnin hentist yfir á aðra hlið skipsins, og skipin, sem voru svo nálægt hvort öðru, skullu saman. Kristjáni brá líka, því kaffibollinn sem Barði hafði skilið eftir datt í gólfið og brotnaði við höggið. - Andskotinn, tautaði hann og teygði sig í þurrkurnar. Hann beygði sig eftir brotunum og skoðaði þau. Þau voru bara tvö, bollinn hafði brotnaði akkúrat í tvennt og kaffið flæddi á milli brotanna. Allt í einu heyrði Kristján ægileg öskur og hróp, svo hann stóð upp eins og elding. Eitthvað sagði honum að fara út á brúarvæng í stað þess að fara að glugganum eins og hann gerði alltaf. Allt varð hljóðlaust. Kristján horfði sem frosinn á áhafnarmeðlimi sína hrópa og benda í sjóinn, en hann heyrði ekkert. Hann sá bara skelfinguna í svipbrigðum og látbragði skipverjanna sem köstuðu út björgunarhring og lýstu með vasaljósum niður í sjóinn. Það var nær ómögulegt að sjá sjó

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.