Mímir - 01.06.2023, Side 50

Mímir - 01.06.2023, Side 50
48 - Þú sýndir mikinn hetjuskap í nótt. Ég brást ykkur öllum og ekki í fyrsta skipti, sagði Kristján. - Það voru yfirnáttúruleg öfl að verki í nótt Kristján, ég er engin hetja, svaraði Gestur. Kristján lagði tólið á og stakk höndunum í vasann. Hann horfði út um gluggann, dofinn. Þegar hann sneri sér við gekk hann beint á brotið af bollanum. Hann beygði sig niður, tók brotin upp og lagði þau saman. - Þetta brot verður aldrei lagað, sagði hann við sjálfan sig. Hann gekk út á brúarvæng og horfði út á hafflötinn. Veðrið var fallegt, enda kemur logn á eftir stormi. Hann teygði höndina fram yfir handriðið og lét brotin falla ofan í sjóinn. Þau virtust falla ofurhægt og voru svo létt og svífandi að hann sá varla þegar þau lentu ofan í sjónum. Ekkert skvamp. Bara eins og þau hefðu verið lögð ofan í sjóinn, til hinstu hvílu.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.