Mímir - 01.06.2023, Page 52

Mímir - 01.06.2023, Page 52
50 Nýskorinn ananas Táknræn merking ávaxta í lögum Gísla Pálma Magnús Már Magnússon ___________________________________________ Nýlega hlustaði ég aftur á plötuna Gísli Pálmi eftir Gísla Pálma. Platan kom út árið 2015 og fór eins og stormsveipur um landið þar sem hún varð fljótt eitt af vinsælustu rapp plötum hér á Íslandi frá upphafi. Gísli Pálmi stimplaði sig þannig inn í Hip- Hop senu landsins með plötunni sem fjallar að miklu leyti um líf Gísla og lífstílnum sem hann lifir. Eftir að hafa hlustað nýlega aftur á plötuna tók ég hinsvegar eftir ákveðnu þema sem kemur fyrir í sumum lögum Gísla. Gísli nefnir ávexti og mismunandi tegundir af ávextum alls 9 sinnum á plötunni sinni Gísli Pálmi. Ég get í fljótu bragði ekki munað eftir að hafa heyrt ávexti nefnda svona oft á plötu annara Hip-Hop tónlistarmanna hér á landi. Þessi uppgötvun mín vakti því hjá mér áhuga þar sem það getur ekki verið að ávextir séu nefndir svona oft í lögum Gísla fyrir tilviljun. Nema að Gísla finnst ávextir mjög góðir á bragðið og vill koma því skýrt á framfæri til hlustenda plötunnar sem ég tel heldur ólíklegt. Því fór ég í sutta rannsóknarvinnu og í leitirnar kom M.A ritgerð eftir Kristine Anne Davis, „Get Rich or Die Tryin’: A Semiotic Approach to the Construct of Wealth in Rap Music“ þar sem hún rannsakar birtingarmynd auðs í rapp tónlist. Kristine rannsakaði þar 11 lög eftir mismunandi tónlistarmenn og tók

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.