Mímir - 01.06.2023, Page 53
51Mímir 53 - Mímishöfuð
eftir því að tónlistarmenn í rapp senunni nefna auð oftast í
þeim tilgangi að sýna fram á þrjá mismunandi hluti:
1. Samband milli auðs og virðingu frá gagnstæðu kyni
2. Auður veitir virðingu frá öðrum
3. Auður sem að er táknrænn fyrir að „lifa hinu góða lífi“.
Í þriðju niðurstöðu sinni nefnir Kristine að tónlistarmenn
í rapp senunni nefna oft hluti eins og dýra bíla, kampavín,
skartgripi eða fleiri veraldlega hluti í miklu magni í tónlist
sinni. Þessir hlutir eiga að mati Kristine að vera táknrænir
fyrir þann lífstíl sem tónlistarmennirnir lifa einnig betur þekkt
sem „hið góða líf“. Þannig fjalla tónlistarmennirnir um þessa
veraldlegu hluti í þeim tilgangi að gera ljóst fyrir hlustendum
þeim góða lífstíl sem þeir lifa. Með rannsóknir Kristine í huga
væri hægt að túlka sem svo að Gísli fjalli um ávexti í lögum
sínum í sama tilgangi. Á plötunni fjallar Gísli um sömu hluti
og þeir tónlistarmenn sem Kristine rannsakaði, þ.e.a.s dýran
fatnað, skartgripi og kampavín svo eitthvað sé nefnt. Hér væri
því hægt að setja ávexti í sama flokk og þessi umfjöllunarefni
þar sem þeir, ásamt þeim hlutum sem voru taldir upp hér
áðan sýna þann lífstíl sem Gísli lifir. Þannig má til dæmis túlka
sem svo að með línu sinni, „Nýskorin Ananas í Pinas Coladas
mar“ sé Gísli að fara frumlegri leið en aðrir tónlistarmenn
hafa gert áður til að lýsa lífstíl sínum. Hið sama má segja um
aðrar línur Gísla eins og „Veist hvernig þetta er þegar ég kem
/ þeyttur rjómi og jarðaber“ eða „Ég er frá annari plánetu /
súkkulaði rjómi með ávöxtum“. Ávextir eins og ananas eða
jarðaber eru þó mjög aðgengilegir fyrir hið hversdagslega fólk
ólíkt því sem aðrir tónlistarmenn fjalla um eins og skartgripi
eða dýrar flíkur. Gísli setur hinsvegar þessa hluti sem í fyrstu
virðast hversdagslegir í samhengi sem veldur því að ávextirnir
í textanum birta skýra mynd af hinum dýra lúxus lífstíl sem
Gísli lifir eða eins og hann segir sjálfur, „lífstíll kónganna“.