Læknaneminn - 01.01.2017, Page 6

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 6
5 Áv ör p og an ná lar 5 Bíómyndir og sjónvarpsþættir gefa oft afar rómantíska mynd af læknanemum þar sem allir hittast eftir vakt á barnum og mikil dramatík ríkir á spítalanum. Eflaust hafa allmargir haft þá mynd í huganum þegar þeir ákváðu að fara í læknisfræði. Þó náminu fylgi vissulega félagslíf og jafnvel rómantík þá kemst fólk fljótlega að því að þetta er ekkert eins og í sjónvarpinu. Það er enginn Dr. House sem sinnir öllum læknisfræðilegu ráðgátunum og það fer enginn út í körfubolta í pásunum. Stærsti munurinn er samt sá að læknanemarnir í sjónvarpinu hafa aldrei fengið tímarit eins og Læknanemann! Þetta er hvorki meira né minna en 68. árgangur Lækna­ nemans og hann verður veglegri með hverri útgáfu. Fimmta árið í röð er Læknaneminn fimm stiga vísindatímarit og því er hann góður vettvangur fyrir læknanema og lækna sem eru að stíga sín fyrstu skref á vísindaferlinum. Á hverju ári koma ferskar og skemmtilegar hugmyndir um efni tímaritsins frá ritstjórn skipaðri fimmta árs nemum. Forsíður síðustu ára hafa allar verið mjög ólíkar en oft hafa orðið fyrir valinu ýmis líffæri eða lækningatæki. Við vildum þó kafa dýpra og völdum því glæsilega vefjafræðimynd. Grafíska hönnuði tímaritsins leist strax vel á og líkti henni við fallegt veggfóður eða málverk. Heimspekingurinn Konfúsíus sagði að málverk væru ljóð án orða og það sama mætti segja um vefjafræðimyndirnar, svo fallegar eru þær. Líf læknanemans getur verið flókið. Í þessu tímariti reynum við að koma inn á allar helstu þarfir hans – dýpka og auka þekkingu með ritrýndum greinum og fróðleik, hjálpa til við að svara stóru spurningunni „Hvernig læknir ætlarðu svo að verða?“, skipuleggja lífið, svo sem ferðalög, barneignir og hvað ætti að fá sér í kvöldmatinn og síðast en ekki síst að lífga upp á daginn með góðri skemmtun. Venjan er að þriðja árs læknanemar sjái um auglýsingasöfnun fyrir tímaritið. Í heimi fækkandi tímaritaauglýsinga og vaxandi samfélagsmiðla þá virðist sífellt erfiðara að safna auglýsingum sem hafa hingað til kostað tímaritið. Ákveðið var að funda með Félagi læknanema og leita lausna. Niðurstaðan var sú að fjármagn þyrfti að fá annars staðar frá. Því biðlum við til lækna að styrkja útgáfuna, með því að leggja inn á reikning Félags læknanema (sjá bls. 2), svo áfram verði hægt að gefa út tímaritið. Við erum vongóð um að læknar muni taka vel í þetta fyrirkomulag sem einnig var við lýði á árum áður. Við vonum að þú takir þér frí frá amstri hversdagsins og njótir þess að lesa þetta skemmtilega, fræðandi og fallega tímarit. Við viljum þakka öllum sem komu að tímaritinu, án ykkar hefði þetta verið ómögulegt. Vinnan í kringum það var bæði krefjandi og skemmtileg og gæti jafnvel verið fínasta efni í nýjan læknaþátt. Hver veit nema það verði næsta skref, Læknaneminn á Netflix 2018? Ávarp ritstjórnar Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is L A S E R AU G N AÐGE R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir Við erum á Facebook /Augljos
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.